- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nokkrar reglubreytingar sem tóku gildi fyrir leiktíðina

Hörður Aðalsteinsson, dómari. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Nokkrar smávægilegar breytingar á handboltareglunum tóku gildi í sumar. Þær eru flestar orðalagsbreytingar og skýringar. Formaður dómaranefndar HSÍ, Ólafur Örn Haraldsson, sendi handbolta.is það helsta í breytingunum.


Breyting á grein 5 í kafla „III. Reglum um skiptisvæði“, hvar endar þjálfarasvæðið (ný lína á leiksvæði).

5.Starfsmenn liðs hafa rétt til og er skylt að leiðbeina og stjórna liði sínu einnig meðan á leik stendur, á sanngjarnan og drengilegan hátt innan ramma leikreglna. Almennt skulu þeir sitja á leikmannabekknum.

Starfsmönnunum er þó heimilt að hreyfa sig um innan „þjálfarasvæðis“.

„Þjálfarasvæðið“ byrjar 3,5 metrum frá miðjulínu og endar 8 metrum frá tilheyrandi ytri marklínu og inniheldur, eins og hægt er, svæðið beint fyrir aftan bekkinn.

Endir „þjálfarasvæðis“ skal vera merktur með 50 sm langri og 5 sm breiðri línu eða límbandi sem tengist utan á hliðarlínu leikvallar.


Kafli um IV Leiðbeiningar og túlkanir

Ný skýring er komin í kaflan „Að koma inn á völlinn (reglur 4:4-4:6)“

Röng skipting er þegar bæði leikmaðurinn sem er að koma út af og leikmaðurinn sem er að koma inn á völlinn hafa að minnsta kosti annan fótinn inni á vellinum á sama tíma.

Að koma inn á völlinn sem aukaleikmaður er þegar leikmaður hefur báða fætur á vellinum og enginn liðsfélagi er að fara af velli.

Brot á skiptilínum er þegar leikmaður sem kemur af velli eða fer inn á völlinn hefur báða fætur röngum megin við skiptilínuna eða miðjulínuna.

Útilokun markvarðar (regla 8:5 athugasemd)

Þetta á við þegar markvörður kemur út úr markteig eða er í svipaðri stöðu utan markteigs og veldur árekstri framan á andstæðing. Þetta á ekki við þegar:

a) Markvörður hleypur í sömu átt og andstæðingur, til dæmis eftir að hafa komið aftur inn á völlinn frá skiptisvæði.

b) boltinn er á milli sóknarmanns og markvarðar, og sóknarmaður sem hleypur á eftir bolta hefur tækifæri á því að forðast árekstur.


Regla 8:7

Í reglu 8:7 um ódrengilega hegðun sem kallar á stighækkandi refsingu eru komnar orðalagsbreytingar og viðbætur á liði d og e. Í lið d stóð áður: leikrænir tilburðir en nú er talað um ögrun eða ofurviðbrögð.

8:7d er svona núna: ögrun eða ofviðbrögð sem eru til þess ætluð að blekkja dómara varðandi aðgerðir mótherja eða ýkja áhrif brots til þess að fá tímann stöðvaðan eða óverðskuldaða refsingu til handa mótherja (sjá einnig 8:8g);

8:7e „verja skot eða sendingu með hreyfingu á fæti eða fótlegg fyrir neðan hné þegar hreyfingin stækkar líkamssvæði leikmannsins; ekki skal refsa fyrir hrein líkamsviðbrögð s.s. að færa fætur saman (sjá einnig reglur 7:8 og 8:8e);

Regla 8:8 Ódrengileg hegðun sem refsað skal strax með 2ja mínútna brottvísun“.

Ákveðin ódrengileg brot eru þess eðlis að litið er á þau sem alvarlegri og verðskulda þau tafarlausa 2ja mínútna brottvísun án tillits til þess hvort að leikmaðurinn eða starfsmaðurinn hafi áður fengið áminningu.
Þetta á við um:


a) hávær mótmæli með sterkum viðbrögðum eða ögrandi hegðun;

b) þegar sóknarbrot er dæmt og leikmaðurinn með boltann sleppir honum ekki eða setur hann strax niður á gólfið þannig að mótherjarnir geti náð honum;

c) hindra aðgengi að bolta sem farið hefur inn á skiptisvæði;

d) þegar skot frá leikmanni sem skýtur óhindrað í opnum leik fer í höfuð markvarðar.


e) þegar annar eða báðir fótleggir neðan hnés eða fætur eru hreyfðir út frá líkamsstöðu í þeim tilgangi að hindra/sparka í sendingu eða skot, sem hefur augljós áhrif á stöðu leiksins (sjá einnig Reglur 7:8 og 8:7e)


f) þegar þegar framkvæmd formlegs kasts andstæðings er hindruð á virkan hátt og 3-metra fjarlægð er ekki virt og/eða að framkvæma önnur brot sem hindra kastið í að vera tekið;


g) þegar með leikrænum tilburðum er reynt að blekkja dómara varðandi aðgerðir andstæðings þegar mjög takmörkuð eða engin snerting varð við líkamshlutann sem við á til þess að fá dómara til að stöðva leikinn eða refsa andstæðingi óverðskuldað (sjá einnig 8:7d);


h) þegar útileikmaður hindrar eða grípur skot sem beint er að tómu marki og hann fer inn í markteiginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -