- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nokkuð var um þjálfaraskipti

Ljósmynd/Fram
- Auglýsing -

Það voru ekki aðeins leikmenn liðanna sem taka þátt í Íslandsmótinu sem skiptu um vettvang í sumar. Þjálfarar fluttust á milli liða hér innanlands. Sumir fluttust á milli liða í Olís-deild karla en einnig fluttust þjálfarar heim frá útlöndum. Þá breyttu sumir til og hættu að þjálfa kvennalið og tóku við karlaliðum. Aðrir söðluðu um og tóku að sér þjálfun yngri handknattleiksmanna.

Hér að neðan að finna helstu breytingar í kringum Olís-deild karla frá síðasta keppnistímabili.

Halldór Jóhann Sigfússon tók við þjálfun karlaliðs Selfoss eftir að hafa stýrt Fram um skeið.

Sebastian Alexandersson tók við þjálfun karlaliðs Fram eftir tveggja ára veru með kvennalið Stjörnunnar.

Guðfinnur Kristmannsson tók við sem aðstoðarþjálfari karlaliðs Fram eftir að hafa verið í hléi frá þjálfun í meistaraflokki karla.

Gunnar Magnússon tók við þjálfun karlaliðs Aftureldingar eftir að hafa kvatt Hauka.

Aron Kristjánsson tók við þjálfun karlaliðs Hauka í framhaldi af starfslokum sínum sem landsliðsþjálfari Barein.

Sverre Andreas Jakobsson var ráðinn annar þjálfari karlaliðs KA. Hann var síðast þjálfari Akureyrar handboltafélags.

Þorvaldur Sigurðsson var ráðinn annar þjálfari karlaliðs Þórs Ak.

Kristinn Björgúlfsson tók við þjálfun karlaliðs ÍR en hann hefur ekki áður þjálfað meistaraflokkslið í karlaflokki

Patrekur Jóhannesson tók við þjálfun karlaliðs Stjörnunnar eftir að hætt hjá Skjern í Danmörku.

Einar Friðrik Hólmgeirsson tók við sem aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Hann verður einnig styrktarþjálfari.

Stefán Árnason hættir þjálfun karlaliðs KA og tók við U-liði og yngri flokkum félagsins.

Pálmar Pétursson tók við sem markvarðaþjálfari karlaliðs FH. Hann var markvarðaþjálfari Aftureldingar

Einar Andri Einarsson hætti þjálfun karlaliðs Aftureldingar og þjálfar yngri flokka FH.

Rúnar Sigtryggsson hætti þjálfun karlaliðs Stjörnunnar og tók við þjálfun U16 ára landsliðs karla.

Bjarni Fritzson hætti þjálfun karlaliðs ÍR og nú með yngri flokka félagsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -