Norska karlalandsliðið í handknattleik, sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar, verður ekki sent til leiks gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM í byrjun janúar. B-liðið, eða það sem Norðmenn kalla, rekruttlandslag, tekur slaginn í undankeppni EM meðan að A-liðið heldur undirbúningi sínum ótrufluðum fyrir HM.
Á sama tíma fer undirbúningstími íslenska landsliðsins fyrir HM að verulegum hluta í að búa sig undir og leika tvo leiki við Portúgal í undankeppni EM. Fyrri viðureignin verður í nágrenni Porto 6. janúar og síðari leikurinn hér heima fjórum dögum síðar í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.
Burtséð frá A-landsliðinu þá hafa Norðmenn úr fjölmennum hópi sterkra leikmanna að ráða sem þeir nýta í leikina við Hvít-Rússa sem eiga að fara fram 5. og 8. janúar. Ekki er enn ljóst hvar leikið verður í Noregi en fyrri viðureignin verður í Minsk.
Norska B-liðið, rekruttlandslag, er skipað eftirtöldum leikmönnum.
Markverðir:
Sander Drange Heieren, Drammen HK
Emil Kheri Imsgard, Elverum Håndball
Aðrir leikmenn:
Sebastian Barthold, Aalborg Håndbold
Olaf Richter Hoffstad, ØIF Arendal
Lasse I. Balstad, Ystad IFHF
Thomas Boilesen, KIF Kolding Håndbold
Vetle Eck Aga, IK Sävehof
Mishels Liaba, Fredericia Håndbold
Magnus Fredriksen, HSG Wetzlar
Tobias Grøndahl, Elverum Håndball
Christoffer Rambo, GWD Minden
Simen Schønningsen, Elverum Håndball
Aksel Horgen, Bjerringbro Silkeborg Håndbold
Kasper Lien, Halden Topphåndball
Endre Langås, Elverum Håndball
Tom Kåre Nikolaisen, Bergischer HC
Þjálfarar verða Geir Erlandsen og Valery Putans. Hópurinn kemur hittist 1. janúar.