- Auglýsing -
Norska landsliðið í handknattleik varð fyrir miklu áfalli í dag þegar örvhenta skyttan Harald Reinkind meiddist. Hann hefur yfirgefið æfingabúðir norska landsliðsins. Á huldu er með þátttöku hans í Evrópumótinu sem hefst um miðjan mánuðinn, m.a. í Noregi. Eftir því sem næst verður komist tengjast meiðsli Reinkind sin í annarri ilinni.
Simen Schønningsen leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins HØJ á Sjálandi hefur verið kallaður inn í norska landsliðið í stað Reinkind.
Reinkind, sem er frá Bergen, hefur lengi verið með öflugustu handknattleiksmönnum Noregs auk þess að vera í stóru hlutverki hjá þýska stórliðinu THW Kiel síðustu sjö ár.
Nokkrir leikmenn og dómarar sem verða ekki með á EM
- Auglýsing -




