- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norsku meistararnir standa höllum fæti

Mia Rej og félagar í Odense Håndbold leika öðru sinni við Vipers í 16-liða úrslitum Meistaradeildar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórir leikir fóru fram í gær í fyrri umferð í 16-liða úrslitum í Meistaradeild kvenna. Mesta spennan var í leik norsku meistaranna Vipers og Odense Håndbold þar sem að danska liðið vann eins marks sigur 36-35. Um var að ræða heimaleik Vipers.


Henny Reistad átti frábæran leik hjá Vipers og skoraði 10 mörk en henni brást þó bogalistin á lokasekúndu leiksins þegar hún átti möguleika að jafna leikinn. Það var greinilegt að Vipers saknaði þeirra Heidi Løke og Noru Mørk í þessum leik. Ósennilegt er að þær nái seinni leiknum sem gerir möguleika Odense meiri um að komast áfram í 8-liða úrslitin. Báðar eru meiddar.

Á brattann að sækja

Í Esbjerg tóku dönsku meistararnir á móti franska liðinu Brest þar sem að gestirnir voru með frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik og fóru með eins marks forystu, 17-16 þegar flautað til hálfleiks. Leikmenn Esbjerg komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og skorðuði tvö fyrstu mörkin en franska liðið náði fljótt áttum. Þegar um tíu mínutur voru til leiksloka var Brest-liðið komið með sjö marka forystu, 30-23, og lögðu þar með grunninn að öruggum sigri, 33-27.

Stórleikur Bíro dugði ekki

Buducnost og FTC áttust við í Svartfjallalandi þar sem boðið var uppá hörkuleik. Það var lítið skorað í fyrri hálfleik og eftir 23 mínútur var staðan jöfn, 5-5. Heimaliðið átti góðan endasprett sem skilaði fjögurra marka forystu, 11-7, í hálfleik. Ungverska liðið náði að snúa leiknum sér í vil á upphafsmínútum seinni hálfleiks, þökk sé góðri frammistöðu Blanko Bíro markvarðar. Hins vegar dugði það skammt. Síðustu 12 mínúturnar voru erfiðar fyrir þær ungversku. Á þeim tíma náðu þær aðeins að skora þrjú mörk. Það nýttu leikmenn Buducnost sér og náðu að landa sigri, 22-19.

Györ sýndi mátt sinn og megin

Í Þýskalandi tóku svo Bietigheim á móti Györ. Sá leikur var aldrei spennandi þar sem að þær ungversku náðu snemma sjö marka forystu 9-2. Þessi munur jókst bara þegar leið á hálfleikinn og þegar flautað var til hálfleiks var staða 18-8. Györ sýndi enn frekar í seinni hálfleik hversu frábært liðið er . Þær hreinlega keyrðu yfir þýska liðið og unnu að lokum með 17 marka mun, 37-20.

Leikmenn Györ fagna. Þeir höfðu svo sannarlega ástæðu til þess í gær eftir stórsigur. Mynd/EPA

Úrslit dagsins

Vipers 35-36 Odense (16-17)
Mörk Vipers: Henny Reistad 10, Linn Jorum Sulland 8, Emilie Arntzen 4, Vilde Jonassen 4, Jana Knedlikova 3, Ragnhild Dahl 2, Hanna Yttereng 2, Malin Larsen 1, Marta Tomac 1.
Mörk Odense: Lois Abbingh 9, Rikke Iversen 6, Jessica Da Silva 5, Katja Johansen 4, Mie Hojlund 4, Mia Bidstrup 3, Nycke Groot 2, Anne de la Cour 2, Sara Hald 1.

Esbjerg 27-33 Brest (16-17)
Mörk Esbjerg: Nerea Pena 9, Mette Tranborg 6, Kristine Breistol 4, Marit Jacobsen 4, Sanna Solberg 2, Sonja Frey 2.
Varin skot: Rikke Poulsen 2, Rikke Granlund 2.
Mörk Brest: Ana Gros 10, Isabelle Gullden 6, Alicia Toublanc 4, Coralie Lassource 3, Pauline Coatanea 3, Kalidiatou Niakate 2, Pauletta Foppa 2, Constance Mauny 1, Sladjana Pop-Lazic 1, Djurdjina Jaukovic 1.
Varin skot: Cleopatre Darleux 6, Sandra Toft 1.

Buducnost 22-19 FTC (11-7)
Mörk Buducnost: Jovanka Radicevic 7, Ema Ramusovic 5, Allison Pineau 4, Itana Grbic 3, Nikolina Vukcevic 2, Ivona Pavicevic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 11, Armelle Attingre 5.
Mörk FTC: Emily Bölk 5, Zita Szucsanszki 3, Aniko Kovacsics 3, Anett Kovacs 2, Greta Marton 2, Antje Malestein 2, Kartin Kljuber 2.
Varin skot: Blanka Bíro 15.

Bietigheim 20-37 Györ (8-18)
Mörk Bietigheim: Julia Maidhof 6, Kim Naidzinavicius 4, Amelie Berger 3, Karolina Kudlacz 3, Anna Loerper 1, Luisa Schulze 1, Danick Snelder 1, Kim Braun 1.
Varin skot: Valentyna Salamakha 7.
Mörk Györ: Anita Görbicz 6, Veronica Kristiansen 6, Kari Brattset 4, Csenge Fodor 4, Estelle Nze Minko 4, Dorottya Faluvegi 4, Stine Bredal Oftedal 3, Anna Mette Hansen 2, Viktoria Lukacs 2, Beatrice Edwige 1, Eduarda Amorim 1.
Varin skot: Silje Solberg 11, Laura Glauser 5.

Fjórir leikir voru einnig í 16-liða úrslitum á laugardaginn. Fjallað var um þá í laugardagskvöld í meðfylgjandi grein.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -