- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Nú er komið að því að láta slag standa“

Valsmennirnir Allan Norðberg og Magnús Óli Magnússon taka á Þorsteini Gauta Hjálmarssyni leikmanni Fram í einum af leikjum liðanna á tímabilinu. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Það má segja að kviknað hafi vel á undirbúningnum á mánudaginn þegar við komum allir saman eftir landsleikjahléið,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals fyrir fyrsta úrslitaleikinn við Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla sem fer fram í N1-höll Vals á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30.

Miðasala á stubb.is – smellið hér.


Sjá einnig: Fróðleiksmolar: Feðgar, bræður, þjálfarar, leikmenn, afmælisdagur

Valur lék síðast 2. maí oddaleik í undanúrslitum gegn Aftureldingu og hefur síðan nýtt tímann til þess að leikmenn jafni sig fyrir átökin framundan. Að vanda þarf að vinna þrjár viðureignir til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Þrír með landsliðum

„Bjarni í Selvindi og Allan Norðberg voru með færeyska landsliðinu í undankeppni EM og Björgvin Páll Gústavsson var í íslenska landsliðinu í sömu keppni. Aðrir leikmenn nýttu tímann til þess að jafna sig eftir einvígið við Aftureldingu en um leið leiða hugann að verkefninu sem bíður okkar,“ segir Óskar Bjarni sem væntir þess að góð stemning náist upp fyrir úrslitaleikina þótt nokkur tími sé liðinn frá því að undanúrslitum lauk.

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals gefur leikmönnum sínum skipanir. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

„Það var mjög góð og skemmtilega stemning í kringum Framarana í undanúrslitum. Hjá okkur var aðsóknin vaxandi eftir því sem á leið. Ég reikna ekki með öðru en að fólk fjölmenni á Reykjavíkurslaginn,“ segir Óskar Bjarni sem hlakkar til að taka þátt í enn einu úrslitaeinvíginu.

Gaman að Reykjavíkurslag

„Eftir að Valur og Víkingur börðust oft um titlana árum áður þá finnst mér rimmur Vals og Fram vera aðeins að taka við því. Það er gaman þegar Reykjavíkurrisarnir eigast við um stóra titla. Þetta er bara veisla og gleði,“ segir Óskar Bjarni sem segir stemninguna vera öðru vísi þegar komið er í lokaúrslit um Íslandsmeistaratitilinn en í hefðbundnum deildarleikjum.


„Þetta er svipað og í bikarkeppninni. Þunginn eykst eftir því sem nær dregur stóru stundinni. Nú er komið að því að láta slag standa. Klára það sem menn eiga eftir upp í erminni og njóta þess að vera komin svona langt.

Hver leikur hefur sitt líf í úrslitum. Um leið og einum leik er lokið þá tekur við næsta orrusta. Það er alltaf eftirvænting fyrir fyrsta leik og sjá hvort menn bjóði upp á eitthvað nýtt og óvænt,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson hinn þrautreyndi þjálfari Vals sem er að vanda spenntur fyrir úrslitaeinvíginu sem hefst klukkan 19.30 í N1-höllinni á Hlíðarenda.

Sjá einnig: „Ég vænti þess að þetta verði hörku einvígi“

Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -