- Auglýsing -
Óvissa ríkir hvort fyrirliði Fram, Magnús Øder Einarsson, leiki áfram með liðinu á næstu leiktíð. Samningur hans við Fram er runninn út og nýr samningur liggur á borðinu. Magnús segir að spurningin liggi hjá sér, hvort hann hrökkvi eða stökkvi.
„Ég er að skoða mín mál. Ég er með samning á borðinu og er svo sem ekkert að plana að fara annað. Ákvörðunin liggur hjá mér að halda áfram hjá Fram eða ekki,“ sagði Magnús í skilaboðum til handbolta.is.
Magnús Øder gekk til liðs við Fram frá Selfossi í ársbyrjun 2022 og hefur síðan verið einn af öflugri varnarmönnum liðsins.
Á síðustu leiktíð var Magnús Øder Íslands- og bikarmeistari með Fram og tók við sigurlaununum sem fyrirliði liðsins.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -