- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýr tveggja ára samningur hjá Kristínu Aðalheiði

Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir verður áfram með KA/Þór. Mynd/KA
- Auglýsing -

Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því með áfram með liðinu en það féll úr Olísdeildinni í vor.

Kristín Aðalheiður, sem leikur í vinstra horni verður 25 ára í sumar, hefur leikið alls 115 meistaraflokksleiki í Olísdeildinni, Poweradebikarnum og í Evrópukeppninni fyrir félagið og hefur hún unnið allt sem hægt er að vinna rétt eins og faðir hennar gerði með karlaliði KA á árum áður. Faðir Kristínar Aðalheiðar er Jóhann Gunnar Jóhannsson sem lék um árabil með KA.

„Það eru frábærar fréttir að við séum búin að framlengja við Kristínu og verður áfram spennandi að fylgjast með framgöngu hennar á vellinum fyrir KA/Þór. Hún er algjör lykilleikmaður fyrir komandi ár, hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu og er auk þess góð fyrirmynd fyrir hina fjölmörgu ungu leikmenn í liðinu,“ segir Stefán Guðnason formaður KA/Þórs í tilkynningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -