- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýtt lið vann upphafsleikinn

Ada Kozicka, hér gulklædd, var markahæst hjá Fjölni/Fylki í kvöld með sex mörk. Mynd/FBsíða Fjölnis/Fylkis
- Auglýsing -

Sameinað lið Fjölnis og Fylkis vann upphafsleik Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld þegar liðið sótti ÍR heim í Austurberg. Lokatölur, 23:22. Þremur mörkum munaði á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 14:11, Fjölni/Fylki í hag.

Ólöf Marín Hlynsdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍR í leiknum og var þeirra markahæst. Stefanía Ósk Hafberg skoraði fjögur og Fanney Ósk Finnsdóttir þrjú.

Hjá Fjölni/Fylki var Ada Kozicka með sex mörk og var markahæst. Anna Karen Jónsdóttir skoraði fimm og Eyrún Ósk Hjartardóttir fjögur.

Oddný Björg Stefánsdóttir markvörður Fjölnis/Fylkis átti stórleik og var með 42% hlutfallsmarkvörslu.

Eftirfarandi umsögn um leikinn er fengin af Facebook-síðu Fjölnis/Fylkis:

„Eftir langt, skrítið og öðruvísi undirbúningstímabil héldu stelpurnar upp í Austurberg til að spila fyrsta leikinn í deildinni í gær. Byrjun leiksins bar þess merki að stelpurnar væru spenntar og var örlítill titringur í þessu í byrjun. En stelpurnar náðu tökum á spennunni og gengu til búningsherbergja í hálfleik með þriggja marka forystu 11-14. Í seinni hálfleik héldu stelpurnar forskotinu í 3-5 mörkum alveg þangað til undir lokin þegar ÍR náði þessu niður í 1 mark. Sigurinn í raun aldrei í hættu. Töluvert af skotum sem hittu ekki markið í leiknum hjá okkar stelpum, sem við skrifum beint á leikform. Mjög vel var mætt í Austurbergi í gær og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn og vonumst við til að þið getið mætt í Dalhús þann 27/9 kl 16:00 þegar við mætum HK U.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -