- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óánægður með sóknarleikinn

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss t.v. og Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, takast í hendur. Mynd/Selfoss
- Auglýsing -

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs Selfoss, var afar óánægður með frammistöðu sinna manna gegn Aftureldingu að Varmá í gær þegar liðin mættust í 3. umferð Olísdeildar karla. Selfoss var skrefi á eftir allan leikinn og tapaði með tveggja marka mun, 26:24.

„Sóknarnýtingin var léleg og ég er hundóánægður með hann. Við töpuðum boltanum til dæmis alltof oft á einfaldan hátt, mörg slök skot voru á markið auk þess sem margar ákvarðanir í sókninni voru slæmar,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við handbolta.is í leikslok að Varmá.


„Það var eiginlega merkilegt að við vorum með í leiknum nánast til enda. Kannski var það vegna þess að marga leikmenn vantaði í Aftureldingarliðið,“ sagði Halldór Jóhann sem velti fyrir sér hvort leikmenn Selfoss-liðsins hafi fyrirfram talið að leikurinn yrði þeim léttur í ljósi fjarveru nokkurra leikmanna Aftureldingar.


„Að minnsta kosti náðum við ekki á stilla saman strengina. Sú staðreynd verður að skrifast á reikning okkar allra í liðinu. Við koðnuðum svolítið niður í þessum leik, menn horfðu of mikið til næsta manns og ætluðust kannski til að hann tæki af skarið. Of fáir voru tilbúnir að taka ábyrgð og þeir sem það reyndu voru ef til vill full ákafir. Við unnum alls ekki saman sem lið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs Selfoss í samtali við handbolta.is í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -