- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oddaleikur hjá Andreu og Díönu Dögg

Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskonur og leikmenn Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Weib‘z Fotografie
- Auglýsing -


Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen komu mikið við sögu í kvöld þegar lið þeirra, Blomberg-Lippe lagði Dortmund, 27:25, í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld. Þar með hefur hvort lið unnið einu sinni og oddaleik þarf til að skera úr um hvort þeirra leikur til úrslita við Ludwigsburg eða Thüringer HC um þýska meistaratitilinn.

Nýkrýndir Evrópudeildarmeistarar Thüringer HC svöruðu fyrir stórtap í fyrsta leik með fimm marka sigri á Ludwigsburg á heimavelli, 36:31, í kvöld.

Oddaleikirnir fara fram á laugardaginn í Dortmund og Ludwigsburg


Andrea skoraði tvö mörk í sigrinum í kvöld, átti eina stoðsendingu, var með tvö sköpuð færi, vann eitt vítakast og vann andstæðing af leikvelli í eitt skiptið.

Díana Dögg skoraði ekki en átti fjórar stoðsendingar, var með einn stolinn bolta, náði einu frákasti og varð að bíta í það súra epli að vera einu sinni vikið út af.

Hin sænska Emma Olsson, sem var Íslandsmeistari með Fram fyrir þremur árum, mætti til leiks með Dortmund eftir fjarveru en kom lítið við sögu.


Blomberg-Lippe vann sanngjarnan sigur að viðstöddum 989 áhorfendum í Sporthalle an der Ulmenallee. Forskot liðsins var þrjú mörk þegar fyrri hálfleikur var að baki, 14:11.

Nieke Kühne var markahæst með átta mörk. Hjá Dortmund Dana Bleckmann atkvæðamest við markaskorun. Hún skoraði átta sinnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -