- Auglýsing -

Oddur framlengir dvölina hjá Balingen-Weilstetten

Oddur Gretarsson leikmaður Balingen. Mynd/Balingen-Weilstetten

Oddur Gretarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samningi við þýska 2. deildarliðið Balingen-Weilstetten. Hann verður þar með hjá félaginu út keppnistímabilið í sumarbyrjun 2025. Reyndar er uppsagnarákvæði í samningnum að ári liðnu ef þurfa þykir.

Oddur gekk til liðs við Balingen-Weilstetten sumarið 2017 og hefur síðan verið einn traustasti leikmaður liðsins sem reglulega hefur flust á milli fyrstu og annarrar deildar á þessum sex árum.


Balingen-Weilstetten er í efsta sæti 2. deildar um þessar mundir og stefnir hraðbyri upp í 1. deild hvaðan liðið féll á síðasta voru. Balingen-Weilstetten hefur sex stiga forskot í efsta sæti með 31 stig af 36 stigum mögulegum.


Oddur hefur farið á kostum á yfirstandandi keppnistímabili er áttundi markahæsti leikmaður 2. deildar með 102 mörk eftir 18 leiki. Hann er 15 mörkum á eftir Tom Skroblien, TuS N-Lübbecke, sem er markahæstur.


Oddur hefur leikið 24 A-landsleiki og var m.a. með á HM 2021 tíu árum eftir að hann var með fyrst á HM. Oddur lék áfram með landsliðinu eftir HM og tók þátt undankeppni EM 2022 en meiddist þá var nærri heilt ár frá keppni.


Oddur, sem er 32 ára, kom til Balingen-Weilstetten eftir fjögurra ára veru hjá TV Emsdetten, 2013 – 2017. Áður lék hann með Akureyri handboltafélagið og einnig Þór Akureyri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -