- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oddur skoraði 11 mörk – úrslit og staðan í 2. deild

Oddur Gretarsson í leik með Balingen. Mynd/ Balingen- Weilstetten.
- Auglýsing -

Fimm íslenskir handknattleiksmenn voru í eldlínunni með félagsliðum sínum í leikjum þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í kvöld.

  • Oddur Gretarsson skoraði 11 mörk úr 13 skotum í stórsigri Balingen-Weilstetten á liðsmönnum Hüttenberg, 35:20, á heimavelli. Þrjú markanna skoraði Oddur úr vítaköstum. Daníel Þór Ingason skoraði tvö mörk fyrir Balingen-Weilstetten en liðið er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 36 stig eftir 22 leiki.
  • Eisenach er í öðru sæti með 33 stig eftir 22 leiki og Dessau-Roßlauer HV 06 er með sama stigafjölda í þriðja sæti. Spenna er hlaupin í toppbaráttuna en tvö lið fara upp í efstu deild í vor.
  • Örn Vésteinsson Östenberg náði ekki að skora fyrir TuS N-Lübbecke í tveggja marka tapi á heimavelli fyrir TV Großwallstadt, 32:30. TuS N-Lübbecke er í fjórða sæti með 31 stig eftir 22 leiki.TV Großwallstadt er í 10. sæti.
  • Tumi Steinn Rúnarsson var allt í öllu hjá Coburg og var markahæstur með sjö mörk og eina stoðsendingu þegar liði tapaði í heimsókn til SG BBM Bietigheim, 29:22. Coburg er í 12. sæti með 20 stig eftir 22 leiki. SG BBM Bietigheim er í sjöunda sæti.
  • Sveinn Andri Sveinsson skoraði eitt mark og gaf þrjár stoðsendingar í enn einu tapi Empor Rostock, að þessu sinni fyrir Dessau-Roßlauer HV 06, 31:24. Empor Rostock er í 19. og næst neðsta sæti með 10 stig. Dessau-Roßlauer HV 06 er í þriðja sæti.
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -