- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn með tíu – Donni markahæstur í Flensborg

Óðinn Þór Ríkharðsson 11 mörk í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson lék á als oddi í kvöld og skoraði 10 mörk í átta marka sigri liðs hans, Kadetten Schaffhausen á Fejar B.A.L-Veszprémi 33:25, í A-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Veszprém Arena og Kadetten með fimm marka forskot að fyrri hálfleik loknum, 16:11. Þetta var fyrsti sigur Kadetten í keppninni en liðið tapað fyrir Montpellier á heimavelli fyrir viku með tveggja marka mun.


Þetta var aðeins þriðji leikur Óðins Þórs með Kadetten eftir að hann kom til baka eftir að hafa jafnað sig af ristarbroti sem hann varð fyrir eftir miðjan ágúst. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Óðinn Þór skorar tíu mörk. Auk Óðins Þórs fór Ignacio García markvörður Kadetten á kostum með 18 varin skot, 42%.


Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten sem nú er komið á blað í Evrópudeildinni eftir öruggan sigur i Ungverjalandi.

Donni með sex mörk í Flensburg

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var markahæstur hjá PAUC í heimsókn liðsins til Flensburg í kvöld. Donni skoraði sex mörk i fimm marka tapi, 30:25. Liðin eru í B-riðili ásamt Vals, Benidorm, FTC og Ystad. Flensburg hefur þar með tvö stig en PAUC tvö.


Teitur Örn Einarsson skoraði ekki mark fyrir Flensburg í leiknum. Hann átti tvö skot að markinu sem geiguðu. Flensburg hafði þriggja marka forskot í hálfleik, 15:12, og var með yfirhöndina frá upphafi til enda.


FTC vann Ystad í Búdapest í kvöld, 37:34, og hefur þar með tvö stig. Sænsku meistarrnir eru enn sem komið er án stiga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -