- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór átti stórleik – Kadetten í bikarúrslit

Óðinn Þór Ríkharðsson leikmaður Kadetten Schaffhausen og íslenska landsliðsins. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti enn einn stórleikinn með Kadetten Schaffhausen í gær þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar í Sviss. Kadetten lagði þá GC Amicitia Zürich, 38:27, á heimavelli eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:16. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten.


Óðinn Þór skoraði 14 mörk í 15 skotum, þar af voru sex af mörkunum af vítalínunni. Bar hann höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum.


Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahópi GC Amicitia Zürich.


Kadetten mætir efsta liði A-deildarinnar, HC Kriens, í úrslitaleik bikarkeppninnar laugardaginn 6. maí. HC Kriens vann Suhr Aarau, 31:29, í hinni viðureign undanúrslitanna í gær.

Naumt tap hjá Hörpu og Sunnu

Kvennalið GC Amicitia Zürich féll einnig úr leik í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær. Liðið tapaði naumlega fyrir Spono Eagles, 21:20. Harpa Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark fyrir GC Amicitia Zürich. Sunna Guðrún Pétursdóttir markvörður átti góðan leik. Hún varði 10 skot, þar af eitt vítakast, 34%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -