- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór fór á kostum í kveðjuleiknum

Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með Gummersbach til loka ársins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson virðist kunna vel við sig í keppnistreyju Gummersbach því annan leikinn í röð fór hann á kostum með liðinu þegar það vann Coburg, 37:35, í þýsku 2. deildinni í handknattleik á útivelli í dag. Ef að líkum lætur var þetta síðasti leikur Óðins Þórs með Gummersbach en hann var snemma í desember leigður til liðsins frá KA. Gilti sá samningur til ársloka.


Óðinn Þór skoraði í dag sjö mörk í öðrum leiknum í röð og var næst markahæsti leikmaður liðsins. Hann átti tíu markskot en spreytti sig ekki á vítakasti.

Elliði Snær Viðarsson lét að vanda til sín taka hjá Gummersbach-liðinu. Hann skoraði tvisvar í þremur tilraunum og átti auk þess eina stoðsendingu.


Gummersbach-liðið, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, er sem fyrr efst í deildinni, nú með 30 stig að loknum 19 leikjum.

Anton Rúnarsson og samherjar hans töpuðu fyrir Ludwigshafen, 34:26, á útivelli. Anton skoraði eitt mark í tveimur skotum og átti tvær stoðsendingar. Emsdetten er í 15. sæti af 20 liðum deildarinnar með 14 stig eftir 18 leiki.

Úrslit annarra leikja í deildinni í kvöld:
Bietigheim – Grosswallstadt 29:24.
Elbflorenz – Eintracht Hagen 32:29.
Tusem Essen – Empor Rostock 31:31.
Ferndorf – Dormagen 25:22.
Hamm-Westafalen – Hüttenberg 30:30.
Nordhorn – Lübeck-Schwartau 33:31.
Rimpar – Eisenach 35:26.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -