- Auglýsing -
Team Tvis Holstebro er komið í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í handknattleik karla eftir eins marks sigur á Skanderborg, 29:28, í dag en um er að ræða bikarkeppni sem átti að ljúka í vor en tókst ekki vegna kórónuveirunnar.
Óðinn Þór skoraði eitt mark fyrir Team Tvis Holstebro í leiknum í dag. Holstebro, sem var marki undir í hálfleik, 17:16, mætir annað hvort Viktori Gísla Hallgrímssyni og samherjum í GOG eða Bjerringbro/Silkeborg í úrslitaleik. Tvö síðarnefndu liðin eigast við þessa stundina í hinum undanúrslitaleiknum.
Um tíma stóð til að hætta alveg við að ljúka keppninni en Dönum snerist hugur og ákváðu að láta slag standa.
- Auglýsing -