- Auglýsing -
Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur hjá Kadetten Schaffhasuen í kvöld þegar liðið vann Wacker Thun í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni svissnesku A-deildarinnar í handknattleik, 34:23. Leikið var í Schaffhausen.
Óðinn Þór skoraði sjö mörk í átta skotum. Eitt mark skoraði Óðinn Þór úr vítakasti. Honum var vikið einu sinni af leikvelli í tvær mínútur.
Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn og sá þriðji á laugardag. Liðið sem fyrr hefur betur í þrjú skipti vinnur sér sæti í undanúrslitum.
Önnur úrslit:
HC Kriens-Luzern – TSV St. Otmar St. Gallen 37:32.
BSV Bern – HSC Kreuzlingen 39:35.
GC Amicitia Zürich – HSC Suhr Aarau 25:23.
- Auglýsing -