- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór markahæstur og Kadetten í átta liða úrslit

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik og liðsmaður Kadetten Schaffhausen í Sviss. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson og Aðalsteinn Eyjólfsson eru komnir áfram í átta liða úrslit Evrópudeildar karla í handknattleik með Kadetten Schaffhausen eftir tveggja marka sigur á sænsku meisturunum Ystads, 27:25, í Ystad í kvöld. Kadetten vann samanlagt í leikjunum tveimur, 65:57. Svíþjóðarmeistararnir eru þar með úr leik.


Óðinn Þór var að vanda markahæstur hjá Kadetten í leiknum. Hann skoraði 8 mörk að þessu sinni, fjögur í hvorum hálfleik.
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten sem er komið í átta liða úrslit keppninnar annað árið í röð og mætir næst Füchse Berlin 11. og 18. apríl.


Leikmenn Kadetten héldu leikmönnum Ystads föstum tökum frá upphafi og gættu þess að missa aldrei frumkvæðið. Staðan í hálfleik var 15:9, svissneska meistaraliðinu í hag.


Mads Kalstrup og Linus Ferneband skoruðu fimm mörk hvor fyrir Ystads og voru markahæstir. Gamla brýnið, Kim Andersson, skoraði fjórum sinnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -