- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór og samherjar eru á ný komnir með yfirhöndina

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður Kadetten Schaffhausen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen tóku á ný forystu í einvíginu við Wacker Thun í átta liðum úrslitum úrslitakeppninnar um svissneska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld. Þeir unnu andstæðinga sína með sjö marka mun í Schaffhausen, 30:23, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:10.


Óðinn Þór skoraði fimm mörk í sjö skotum, fjögur marka voru skoruð úr vítaköstum. Luka Maros var markahæstur hjá Kadetten með sex mörk.

Kadetten, sem varð deildarmeistari, hefur unnið tvær viðureignir til þessa. Wacker Thun tókst að vinna heimaleik sinn á föstudaginn. Næsta viðureign liðanna verður á fimmtudaginn. Takist Kadetten að vinna leikinn öðlast liðið sæti í undanúrslitum en Thun-verjar verða úr leik.

Línur er að skýrast

Amicitia Zürich, sem Ólafur Andrés Guðmundsson lék með leiktíðina 2022/2023 hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum eftir þrjá sigurleiki í röð á St. Gallen. HC Kriens er einnig komið áfram eftir að hafa lagt Bern þvisvar í röð.

Spenna er á hinn bóginn í rimmu Pfadi Winterthur og Suhr Arau. Hvort lið hefur tvo vinninga. Oddaleikur verður í Winterthur á miðvikudagskvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -