- Auglýsing -
Óðinn Þór Ríkharðsson var allt í öllu hjá Kadetten Schaffhausen í gær þegar liðið vann Pfadi Winterthur, 33:30, á heimavelli í annarri umferð A-deildarinnar. Óðinn Þór skoraði 13 mörk í 14 skotum, átta markanna skoraði hann úr vítaköstum og var með fullkomna nýtingu.
Pfadi Winterthur byrjaði betur í leiknum en þegar kom fram í síðari tóku Óðinn Þór og liðsfélaga yfirhöndina og unnu annan leik sinn í deildinni á nýju keppnistímabili.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -