- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ofsagleði á Seltjarnarnesi – unnu síðast 22. september

Kátt á hjalla í Hertzhöllinni eftir sigurleik á síðasta tímabili. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta vann langþráðan og mikinn baráttu sigur á Haukum í Olísdeild karla í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 25:24. Þetta er fyrsti sigur Gróttu í Olísdeildinni síðan 22. september. Síðan hefur liðið leikið sex leiki, fimm í deild og einn í bikar og krækt í tvö jafntefli. Enda var kátt á hjalla í Hertzhöllinni í leikslok svo að litlu mátti muna að kústar og moppur í salnum dönsuðu af gleði með ofsaglöðum stuðningsmönnum og leikmönnum.


Gróttumenn virtust vera á góðri leið með að tapa leiknum þegar skammt var eftir og tveimur mörkum undir, 22:24. Með seiglu og baráttu og endslepptum leik Hauka þá skoruðu Gróttumenn þrjú síðustu mörkin og tryggðu sér sigur. Ágúst Emil Grétarsson skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka.

Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Haukar komust í fyrsta sinn yfir, 23:22, þegar níu mínútur voru til leiksloka. Þeir höfðu þá lagt á sig mikla vinnu við að éta upp forskot Gróttu sem var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Ólafur Ægir Ólafsson skorað 24. mark Hauka þegar sjö mínútur voru eftir af leiktímanum. Byr var í seglum Hauka. Það dugði þeim ekki. Leikmenn Gróttu gáfust ekki upp og skoruðu þrjú síðustu mörkin.


Guðmundur Bragi Ástþórsson bar uppi sóknarleik Hauka á löngum köflum. Hann skoraði til að mynda síðustu sex mörk liðsins í fyrri hálfleik og alls 11 í leiknum. Sóknarleikurinn var annars ekki góður hjá Haukum. Varnarleikurinn var fínn í síðari hálfleik og þá varði Magnús Gunnar Karlsson vel. Þetta tvennt dugði ekki til.


Gróttumenn eru baráttuglaðir og gefast aldrei upp í leikjum eins og sannaðist nú og reyndar einnig síðast þegar þeir skoruðu tvö síðustu mörkin gegn Herði og kræktu í jafntefli. Einar Baldvin var góður í markinu. Eins var Jakob Ingi öflugur svo ekki sé talað um baráttujaxlinn Hannes Grimm.


Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 10/2, Hannes Grimm 4, Ágúst Emil Grétarsson 2, Birgir Steinn Jónsson 2, Akimasa Abe 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Theis Koch Söndergard 1, Daníel Örn Griffin, Jóel Bernburg 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 15/1, 39,5%.

Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 11/5, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Andri Már Rúnarsson 3, Stefá Rafn Sigurmannsson 2, Geir Guðmundsson 2, Andri Fannar Elísson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 7/1, 41,2% – Matas Pranckevicius 2, 11,8%.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur10901332 – 28118
Afturelding10622301 – 27514
FH10622291 – 28514
Fram10532299 – 19213
Stjarnan10433295 – 28511
ÍBV9423304 – 27510
Selfoss10415301 – 3119
Grótta9324251 – 2498
KA10325283 – 2978
Haukar10316290 – 2847
ÍR10217281 – 3425
Hörður10019289 – 3411

Handbolti.is fylgdist með leiknum í Hertzhöllinni í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -