- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkur dreymir um að komast til Þrándheims

Katrín Tinna Jensdóttir og Sunna Gestsdóttir eiga eftir að stíga margan dans saman í vörn í íslenska landsliðsins á HM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við erum ótrúlega spenntar og glaðar með að hafa fengið boð um að taka þátt í heimsmeistaramótinu. Það ríkir þar af leiðandi tilhlökkun hjá okkur fyrir að taka þátt í keppninni,“ sagði Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik þegar handbolti.is spurði hana með hvaða væntingar hún mætti til leiks á heimsmeistaramótinu í handknattleik en fyrsti leikur íslenska landsliðsins á mótinu verður í dag gegn Slóvenum. Flautað verður til leiks í DNB Arena í íþróttahöllinni í Stafangri klukkan 17.

Hverjar eru konurnar 18 í fyrsta HM-hópnum í 12 ár?

Framfarir í hvert sinn

„Við komum hingað til Stafangurs beint af mjög góðu æfingamóti í Lillehammer. Þar sáum við á hvaða stað við erum um þessar mundir. Ég tel að það hafi komið í ljós að við eigum möguleika á að gera það gott. Fyrst og fremst erum við á ákveðinni vegferð sem byggist á að taka framförum í hvert sinn sem stigið er út á leikvöllinn,“ sagði Sunna sem var með íslenska landsliðinu á fyrsta stórmótinu sem það tók þátt í; EM 2010 sem fram fór í Danmörku. Sunna er þar af leiðandi með leikreyndari landsliðskonum um þessar mundir.

Langar til Þrándheims

Spurð hvort leikmenn horfi til þess með eftirvæntingu að komast í milliriðla játti Sunna því. „Ég veit ekki betur en okkur langi öllum að komast til Þrándheims í millriðlakeppnina. Sannarlega þarf margt að ganga upp, falla með okkur, til þess að svo verði. Við gerum okkur grein fyrir því. Hinsvegar sýndi það sig í leiknum við Angóla að við getum staðið þeim á sporði og viðureignin við Slóvena getur einnig orðið okkar leikur eins og ekki.“

Ég tel að það hafi komið í ljós að við eigum
möguleika á að gera það gott.

Ekki óraunhæft

„Hinsvegar þá tökum við einn leik í einu og hugsum fyrst og síðast um okkur sjálfar. Hverju það skilar kemur síðan í ljós. En auðvitað langar okkur í milliriðla, á því leikur enginn vafi. Innst inni þá hugsum við aðeins til Þrándheims vegna þess að við erum farnar að trú að það sé ekki mjög óraunhæft markmið,“ sagði Sunna sem leikur sinn 70. landsleik í dag.

Tókst að losa um skrekkinn

„Það er góð stemning í liðinu, allar róum við í sömu áttina sem er bæði góðs viti og mikilvægt. Kannski var efi í einhverjum eftir æfingamótið en þegar öllu er botninn hvolft þá gerði það ekkert annað en að herða okkur. Þátttakan var bæði mikilvæg og góð og jók vissu okkar á trú okkar og getu. Okkur tókst að losa um skrekkinn,“ sagði Sunna Jónsdóttir í samtali við handbolta.is í Stafangri.

Leikir Íslands á HM:
30. nóvember: Slóvenía - Ísland, kl. 17.
2. desember: Ísland - Frakkland, kl. 17.
4. desember: Angóla - Ísland, kl. 17.
- Leikið verður í Stavanger Idrettshall (DNB-Arena) sem rúmar 4.100 áhorfendur í sæti.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -