„Auðvitað okkur langar okkur til að vinna keppnina og komast áfram. Það verður markmiðið,“ sagði Díana Guðjónsdóttir einn þjálfara U19 ára landsliðsins í handknattleik kvenna í samtali við handbolta.is um þátttku landsliðsins í B-deild Evrópmótsins í handknattleik sem hefst í Skopje í Norður-Makedóníu á morgun.
Íslenski hópurinn fór út í gærmorgun og leikur sinn fyrsta leik við landslið Hvíta-Rússlands skömmu fyrir hádegið á morgun. Eftir það tekur við leikur við Finna á mánudaginn og gegn pólska landsliðinu á fimmtudaginn í riðlakeppninni. Að lokinni riðlakeppninni verður leikið í kross við lið úr honum riðli keppninni 17. júlí og loks verður leikið um sæti sunnudaginn 18. júlí.
Leikir Íslands á EM: 10.7. Ísland - Hvíta-Rússland kl. 11. 12.7. Ísland - Finnland kl. 11. 15.7. Ísland - Pólland kl. 13.30. 17.7. Krossspil. 18.7. Leikið um sæti. Til stendur að sýna leikina á ehftv.com. Í hinum riðlinum leika: Holland, Færeyjar, Kósovó, Norður Makedónía og Bosnía.
„Vissulega söknum við sterkra leikmanna, Ásdísar Þóru Ágústsdóttur, Daðeyjar Ástu Hálfdánsdóttur og Andreu Gunnlaugsdóttur sem eru meiddar. Við erum engum að síður með stóran og góðan hóp leikmanna sem hefur lagt mikið á sig. Fyrir vikið er engan bilbug á okkur að finna. Við ætlum að sýna hvað í okkur býr,“ sagði Díana sem hefur borið hitan og þungan af undirbúningi landsliðsins ásamt Magnúsi Stefánssyni og Guðmundi Helga Pálssyni. Díana og Guðmundur verða þjálfara íslenska liðsins í Skopje-förinni.
Í B-hluta EM á Ítalíu eru: Búlgaría, Ítalía, Serbía, Tyrkland, Ísrael, Litáen, Spánn.
B-deild Evrópumótsins verður leikin í tveimur hlutum, annars vegar þeim sem fram fer í Skopje og hinsvegar í Chieti á Ítalíu. Sigurliðin tvö vinna sé keppnisrétt í A-hluta Evrópumótsins eftir tvö ár.
Díana segir að formlegur undirbúningur hafi staðið yfir frá 25. júní. Hópurinn er skipaður afar félagslega sterkum einstaklingum sem hafi reynslu frá keppni erlendis á síðustu árum. „Ég vonast til að þessar staðreyndir nýtist okkur vel,“ sagði Díana.
Erfitt er að kortleggja andstæðingana vegna þess að ekki er auðhlaupið að því að afla sé upplýsinga um lið andstæðinganna á yngri mótunum. Díana sagði þó ljóst vera að andstæðingarnir væru flest allir með fremur hávaxin lið sem leiki 6/0 vörn sem sé nokkuð sem hendi íslenska liðinu vel. „Annars förum við að gerum okkar besta og sjáum hvert það skilar okkur.“
Talsverðar sóttvarnir
Kórónuveiran er síður en svo á bak og burt í Skopje. Það mun setja sitt mark á mótið að sögn Díönu. „Við förum í búbblu og verðum nær eingöngu að halda okkur inn á þeirri hæð sem á hótelinu sem okkur verður úthlutað. Gönguferðir út af hótelinu verða fáar og takmarkaðar og við emgum alls ekki heimsækja verslanir eða veitingastaði. Við vonumst til þess að fá fundarherbergi út af fyrir okkur svo við getum verið saman í stað þess að lokast af inn á herbergi. Annars eru flestar reglur eins og við þekkjum frá því að veira lék lausum hala heima á Íslandi. Þetta verður skrítið að vera saman í 11 daga og mega helst ekki hitta neinn né fara út af hótelinu nema til æfinga og leikja.
Þátttakan verður örugglega mikil lífsreynsla fyrir okkur öll sem verður að góðri minningi þegar frá líður. Okkur langar til að gera það gott á mótinu,“ sagði Díana Guðjónsdóttir annar þjálfari U19 ára landsliðs kvenna sem kom til Skopje í gær og leikur sinn fyrsta leik af fimm á morgun í B-deild Evrópumótsins í handknattleik.
Handbolti.is mun eftir föngum fylgjast með leikjum íslenska liðsins í Skopje og greina frá framvindu þeirra.
Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir, HK. Ólöf Maren Bjarnadóttir, KA/Þór. Signý Pála Pálsdóttir, Val. Aðrir leikmenn: Anna Marý Jónsdóttir, KA/Þór. Ásthildur Bertha Bjarkadóttir, Stjörnunni. Bríet Ómarsdóttir, ÍBV. Elín Rósa Magnúsdóttir, Val. Emilía Ósk Steinarsdóttir, FH. Hanna Karen Ólafsdóttir, Val. Ída Margrét Stefánsdóttir, Val. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK. Júlía Sóley Björnsdóttir, KA/Þór. Katrín Helga Sigurbergsdóttir, Gróttu. Katrín Tinna Jensdóttir, Volda. Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór. Sara Katrín Gunnarsdóttir, HK.