- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkur vantaði meiri gæði gegn svona góðu liði

- Auglýsing -

„Við vorum frábærir á köflum eins og til dæmis þegar við unnum upp fimm marka forskot Spánverja í fyrri hálfleik og jöfnuðum metin. Í síðari hálfleik koma gæði Spánverjana í ljós þegar þeir fara framúr okkur. Á þeim kafla köstuðum við boltanum of oft frá okkur á einfaldan hátt og fengum á okkur brottvísanir á sama kafla,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon annar þjálfara U20 ára landsliðs karla í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir tap íslenska landsliðsins fyrir spænska landsliðinu, 37:30, í síðustu umferð riðlakeppni átta liða úrslita Evrópumótsins í Slóveníu í dag.

„Ég ætla að gefa strákunum fullt hús fyrir baráttu og að skilja allt eftir á vellinum. Okkur vantaði meiri gæði gegn svona góðu liði. Við verðum að geta varist betur heilan leik til þess að geta unnið lið eins og Spánverjar hafa á að skipa. Það eru glompur í varnarleiknum eins og við vissum svo sem fyrir mótið. En strákarnir lögðu allt í leikinn og það verður að gefa þeim hrós fyrir það,“ segir Halldór Jóhann efnfremur.

„Okkar vandamál hefur verið að verjast, vandinn hefur ekki legið í að skora mörk nema þá helst í leiknum við Austurríki sem var skipbrot. Það hefði verið skemmtilegra að enda ekki í neðsta sæti riðilsins þegar upp er staðið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon en talsvert lengra viðtal er við hann í myndskeiði efst í fréttinni.

Í kvöld þegar öll kurl verða komin til grafar í hinum riðli átta liða úrslita liggur fyrir hverjum íslenska landsliðið mætir í krossspili um sæti fimm til átta og eins klukkan hvað viðureignin hefst.

„Ég get betur en þetta“

EMU20 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Hörð mótspyrna nægði ekki gegn heimsmeisturunum

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -