- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Aftur mætast Noregur og Rússland í undanúrslitum

Norska landsliðið fagna sigri á Ungverjum í átta lið úrslitum í nótt. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska kvennalandsliðið í handknattleik leikur til undanúrslita gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Rússlands á föstudaginn. Noregur vann Ungverjaland í hörkuleik í nótt í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó, 26:22, eftir að hafa verið 12:10 yfir í hálfleik. Ungverjar komust tveimur mörkum yfir í síðari hálfleik.


Rússland lagði Svartfjallaland, 32:26, eftir að að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15. Rússarnir voru sterkari í síðari hálfleik og því lék aldrei vafi á um hvort liðið færi með sigur af hólmi.


Noregur og Rússland áttust einnig við í undanúrslitum í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum fyrir fimm árum í Ríó. Rússar höfðu betur, 38:37, eftir framlengdan háspennuleik leik svo ekki verði fastar að orðið kveðið.


Jovanka Radicevic skoraði 10 mörk fyrir Svartfelinga og er sem fyrr markahæst í keppninni með 51 mark. Durdia Jaukovic skoraði átta sinnum. Anna Vyakhireva var markahæst hjá Rússum með átta mörk. Polina Kuznetsova var næst með fimm mörk.

Stine Bredal Oftedal á auðum sjó og skorar eitt þriggja marka sinna í leiknum við Ungverja. Mynd/EPA


Leikurinn Noregs og Ungverjaland í nótt var 600. landsleikur þjálfara Noregs, Þóris Hergeirssonar. Og víst er að hann fékk nóg um að hugsa í leiknum. Ungverska liðið var á mikilli siglingu í aðdraganda viðureignarinnar og hafði unnið tvo leiki í röð, gegn Spáni og Svíþjóð.


Norska liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik 12:10. Ungverjar náðu yfirhöndinni, 19:17 þegar 18 mínútur voru til leiksloka og aftur 21:20, ellefu mínútum fyrir lok leiktímans. Norðmenn svöruðu þá með fimm mörkum í röð á fimm mínútna kafla, 25:21. Á þessum kafla fór Katrine Lunde hamförum í markinu. Hún kom af bekknum og varði fimm af átta skotum sem hún fékk á sig á lokakaflanum og var lykilleikmaður í viðsnúningi norska liðsins.


Ungverjum tókst ekki að svara fyrir sig. Norska kvennalandsliðið er áfram eina ósigraða liðið í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna.


Kari Brattset Dale skoraði sjö mörk og var markahæst í norska liðinu. Henny Reistad mætti til leiks á ný eftir að hafa setið yfir í tveimur síðustu leikjum vegna eymsla í öxl í kjölfar byltu sem hún hlaut í viðureign við Svartfellinga. Reistad skoraði fjögur mörk. Nora Mörk, Stine Bredal Oftedal og Marit Jacobsen skoruðu þrjú mörk hver.


Szandra Szollosi-Zacsik var markahæst Ungverjanna með fimm mörk. Reka Bordas og Zsuzsabba Tomori skorðu fjögur mörk hvor.

Síðustu leikir átta liða úrslita sem standa fyrir dyrum:

Kl. 08.00 Svíþjóð – Suður Kórea – RÚV.
Kl. 11.45 Frakkland – Holland – RÚV – sendur út kl.13.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -