- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Egyptar léku Svía grátt

Leikmenn egyska landsliðsins fagna sigrinum á Svíum í morgun. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Egyptar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í morgun þegar þeir léku Svía grátt í uppgjöri liðanna í B-riðli í Tókýó, 27:22.

Egypska liðið komst þar með upp í annað sæti og stendur vel að vígi fyrir lokaumferðina þegar það mætir Barein undir stjórn Arons Kristjánssonar. Svíar eiga hinsvegar fyrir höndum leik við Dani á sunnudaginn og miðað við leik þeirra í dag þá verða þeir að bíta í skjaldarrendur til þess að standast heims- og ólympíumeisturum snúning.


Egypska liðið lék afar vel gegn Svíum og veitti þeim aldrei nein gríð. Varnarleikurinn var frábær og Karim Hendawy markvörður fór á kostum. Hann varði alls 17 skot, 45% hlutfallsmarkvarsla. Hann slökkti síðustu vonir sænska liðsins þremur mínútum fyrir leikslok þegar það átti möguleika á að minnka muninn í þrjú mörk og kveikja örlítinn vonarneista.

Yehia Elderaa og markvörðinn frábæri, Karim Hendawy, fallast í faðma eftir sigurinn í morgun. Mynd/EPA


Egyptar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9. Svíar drógu upp alla ásana sína í síðari hálfleik en enginn þeirra dugði til að brjóta sterka Egypta á bak aftur.


Mohammad Sanad skoraði sex mörk og var markahæstur Egypta í leiknum. Örvhenta skyttan, Yahia Omar, var næstur með fimm mörk. Lucas Pellas skoraði sjö mörk úr jafnmörgum tilraunum fyrir sænska liðið. Jonathan Carlsbogard, Hampus Wanne, Felix Claar og Lukas Sandell skoruðu þrisvar sinnum hver.


Í nótt vann Barein landslið Japans, 32:30, eins og fjallað var um snemma í morgun á handbolta.is eins sjá má hér og hér.


Danir og Portúgalar mætast í lokaleik fjórðu umferðar B-riðils klukkan 10.30.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -