- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Ekkert fær stöðvað Frakka

Franska kvennalandsliðið leikur til úrslita í handknattleikskeppni ÓL eins og karlalandsliðið. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Franska kvennalandsliðið í handknattleik kvenna fetaði í fótspor karlalandsliðsins í morgun þegar það vann sér sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna. Frakkar unnu Svía með tveggja marka mun, 29:27.

Andstæðingur franska landsliðsins í úrslitaleiknum verður annað hvort Noregur eða Rússland en síðari undanúrslitaleikurinn hefst klukkan 6 að morgni og verður m.a. hægt að fylgjast með honum á RÚV.


Franska kvennalandsiðið leikur þar með til úrslita aðra leikana í röð. Á leikunum í Ríó fyrir fimm árum tapaði liðið fyri Rússum í úrslitaleik. Frakkar hafa gert það einstaklega gott í innanhússboltagreinum á leikunum að þessu sinni og eiga m.a. einnig lið í úrslitum í blaki og körfuknattleik.


Þrátt fyrir tap í morgun þá getur sænska kvennalandsliðið unnið til verðlauna í fyrsta sinni í sögunni í handknattleikskeppni Ólympíuleika.

Svíar komust í undanúrslit í fyrsta sinn. Þess má geta til fróðleiks að sænska landsliðið verður á meðal andstæðinga íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2022 sem hefst í október.


Svíar voru sterkari framan af leiknum í morgun. Frakkar hertu róðurinn þegar á leið. Fimm einn vörn þeirra sló Svía aðeins út af laginu. Franska liðið komst yfir í fyrsta sinn, 11:10, eftir liðlega 23 mínútu. Út hálfleikinn skipust liðin á um vera yfir. Frakkar voru marki yfir í hálfleik, 15:14.
Sænska landsliðið hóf síðari hálfleik betur en sú sæla entist ekki lengi. Franska liði náði tökum á leiknum á ný og voru lengst af yfir, liðið náði m.a. fjögurra marka forskoti skömmu fyrir lokin.

Frökkum brást bogalistin í fimm vítaköstum í leiknum á sama tíma og Svíar skoruðu úr sex slíkum.


Crace Zaadi skoraði sjö mörk fyrir franska landsliðið og var markahæst. Pauletta Foppa átti stórleik og skoraði m.a. fimm mörk.


Jenny Carlson skoraði sex mörk fyrir Svía eins og Johanna Westberg sem var öryggið uppmálað í vítaköstum. Jamina Roberts skoraði fimm mörk þrátt fyrir að vera undir ströngu eftirliti allan leikinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -