- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Frakkar eru heillum horfnir

Frakkinn Elohim Prandi fylgist furðu lostinn með fögnuðu leikmanna norska landsliðsins. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Þangað til í kvöld hafði franska karlalandsliðið í handknattleik ekki tapað tveimur leikjum í röð á Óympíuleikunum síðan í Atlanta 1996. Þessi staðreynd er rifjuð upp eftir fimm marka tap franska landsliðsins fyrir Noregi, 27:22, í kvöld. Tap sem kemur í kjölfar þess að franska landsliðið, sem er Evrópu- og Ólympíumeistari, beið lægri hlut fyrir danska landsliðinu á laugardaginn.

Frakkar virtust aldrei eiga möguleika gegn skipulögðu og öguðu norsku landsliði í kvöld. Sóknarleikurinn var fínn, ekki síst í fyrir hálfleik. Varnarleikurinn afar öflugur og Kristian Sæverås markvörður, lærisveinn Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig, var vel á verði.

Kristian Sæverås markvörður norska landsliðsins reyndist Frökkum óþægur ljár í þúfu. Ljósmynd/EPA

Franska liðið var einhvernveginn ekki með á nótunum að þessu sinni. Að Dika Mem undaskildum, sem skoraði 10 mörk í 12 skotum, voru aðrir leikmenn franska landsliðsins fjarri sínu besta.

Norðmenn mæta Ungverjum á miðvikudaginn. Frakkar eiga hinsvegar fyrir höndum leik við Afríkumeistara Egypta.

Mörk Frakklands: Dika Mem 10, Ludovig Fabregas 3, Hugo Descat 2/1, Elohim Prandi 2, Yanis Lenne 2, Nedim Remili 1, Luka Karabatic 1, Dylan Nahi 1.
Varin skot: Vincent Gerard 10, 27%.

Mörk Noregs: Alexandre Blonz 7/4, Simen Ulstad Lyse 5, Tobias Grøndal 5, Harald Reiknkind 3, Kristian Bjørnsen 3, Sander Sagosen 2, Petter Øverby 1, Magnus Gullerud 1.
Varin skot: Kristian Sæverås 11/2, 34%.

Leikjadagskrá og úrslit.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -