- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Frakkar sigla áfram eftir annað eins marks tap Alfreðs

Franska landsliðið er komið í átta liða úrslit á Ólympíuleikunum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkar eru komnir í átta liða úrslit í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í handknattleik eftir að hafa unnið þýska landsliðið, 30:29, í hörkuleik í Tókýó í dag í lokaleik 3. umferðar í A-riðli. Frakkar eru komnir með sex stig eftir þrjá leiki. Þjóðverjar hafa tvö stig og mæta Norðmönnum á föstudaginn.

Þetta var annað eins marks tap Þjóðverja á leikunum. Þeir lágu fyrir Spánverjum með einu marki, 28:27, í fyrstu umferð á laugardaginn.


Frakkar byrjuðu leikinn mikið betur og voru með fimm marka forskot, 7:2, eftir 11 mínútur þegar Alfreð Gíslason, þjálfari Þjóðverja, tók leikhlé og kom skikki á leik sinna manna. Eftir leikhléið tókst þýska liðinu að minnka muninn i 9:7 áður en Frakkar skoruðu fimm mörk í röð og náðu sjö marka forskoti, 14:7. Lokakaflinn í fyrri hálfleik var Þjóðverja og þeir voru þremur mörkum undir að honum loknum, 16:13.


Þýska liðið skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks á 30 sekúndna kafla og minnkuðu muninn í eitt mark, 16:15. Pilip Weber jafnaði metin, 18:18, þegar sjö og hálf mínúta var liðin af leiktímanum. Skömmu síðar kom Paul Drux Þjóðverjum yfir, 19:18, í eina skiptið í viðureigninni.


Frakkar svöruðu með fjórum mörkum í röð, 22:18. Eftir það voru Frakkar yfirleitt skrefi á undan. Þýska liðinu tókst aldrei að komast yfir en nokkrum sinnum að jafna metin, síðast 28:28. Paul Drux fór illa með tvær af þremur síðustu sóknum Þjóðverja og Frakkar tryggðu sér sigur og sæti í átta liða úrslitum. Þjóðverjar ættu að ná þangað einnig en miklu skiptir fyrir þá að vinna tvo síðustu leikina í riðlinum til þess að eiga ekki á hættu að mæta efsta liði B-riðils, sem væntanlega verða Danir, í átta liða úrslitum.


Dika Mem var markahæstur hjá Frökkum með sex mörk. Hugo Descat var næstur með fimm mörk og Michaël Guigou skoraði fjórum sinnum í fyrri hálfleik en hann skipti við Descat í upphafi síðari hálfleiks.

Steffen Weinhold var besti leikmaður þýska liðsins. Hann skoraði sex mörk og Timo Kastening, lærisveinn Guðmundur Þórður Guðmundssonar hjá Melsungen var markahæstur með sjö mörk í átta skotum.


Úrslit í A-riðli í dag:
Noregur – Argentína 27:23.
Brasilía – Spánn 25:32.
Þýskaland – Frakkland 29:30.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Næstu leikir föstudaginn 30. júlí:
Kl. 00:00 Argentína – Brasilía.
Kl. 05.15 Frakkland – Spánn.
Kl.12.30 Þýskaland (Alfreð Gíslason) – Noregur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -