Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla tilkynnti í morgun hvaða 14 leikmenn hann ætlar að tefla fram í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem hefjast í París föstudaginn 26. júlí. Auk 14 leikmanna eru þrír varamenn sem hægt verður að kalla inn ef eitthvað bjátar á.
Þýskaland verður í riðli með landsliðum Spánar, Króatíu, Svíþjóðar, Slóveníu og Japans á Ólympíuleikunum. Fyrsti leikur þýska landsliðsins verður 27. júlí gegn sænska landsliðinu.
Einn leikmaður þýska landsliðsins, markvörðurinn Andreas Wolff, er að taka þátt í sínum þriðju Ólympíuleikum. Johannes Golla, Juri Knorr og Jannik Kohlbacher verða með í annað sinn í röð.
Alfreð með í fjórða sinn
Alfreð sjálfur er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika. Hann var leikmaður íslenska landsliðsins á leikunum 1984 í Los Angeles og aftur fjórum árum síðar í Seúl í Suður Kóreu. Alfreð mætti til leiks 33 árum síðar og stýrði þýska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum. Þýska landsliðið varð í sjötta sæti á leikunum fyrir þremur árum eftir að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum fyrir Egyptalandi, 31:26.
Markverðir:
David Späth, Rhein-Neckar Löwen.
Andreas Wolff, THW Kiel.
Aðrir leikmenn:
Lukas Mertens, SC Magdeburg.
Tim Hornke, SC Magdeburg.
Christoph Steinert, HC Erlangen.
Julian Köster, VfL Gummersbach.
Marko Grgic, ThSV Eisenach.
Sebastian Heymann, Rhein-Neckar Löwen.
Juri Knorr, Rhein-Neckar Löwen.
Luca Witzke, SC DHfK Leipzig.
Franz Semper, SC DHfK Leipzig.
Renars Uscins, TSV Hannover-Burgdorf.
Johannes Golla, SG Flensburg-Handewitt.
Jannik Kohlbacher, Rhein-Neckar Löwen.
Til vonar og vara:
Joel Birlehm, TSV Hannover-Burgdorf. (M).
Rune Dahmke, THW Kiel.
Justus Fischer, TSV Hannover-Burgdorf.
Þjóðverjar mæta Frökkum í vináttuleik í Westfalenhalle í Dortmund 13. júlí. Um viku síðar, 19. og 20. júlí, tekur þýska liðið þátt í þriggja liða móti í Stuttgart með Ungverjum og Japönum.
Alfreð stefnir á undanúrslit á ÓL með ungt lið
Handknattleikskeppni karla – ÓL 2024.