- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Japanir vöfðust ekkert fyrir Þjóðverjum

Leikmenn þýska landsliðsins fagna. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska landsliðið vann öruggan sigur á japanska landsliðinu í fyrsta leik annarrar umferðar handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París í morgun, 37:26. Staðan var 21:10 eftir fyrri hálfleik. Þjóðverjar hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og standa vel að vígi. Japanska liðið er á hinn bóginn án stiga. Eftir góða frammistöðu gegn Krótötum á laugardaginn þá átti Japanir aldrei vonarglætu gegn Þjóðverjum.

Þýska liðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, tók leikinn föstum tökum strax í upphafi. Varnarleikurinn var frábær og markvarslan eftir því. Sóknarleikurinn gekk afar vel og má m.a. nefna sem dæmi að þýska liðið skoraði úr 21 af 26 sóknum í fyrri hálfleik. Þar af voru fimm mörk eftir hraðaupphlaup.

Ljóst var að dagsskipun Alfreðs þjálfara var sú að gefa Japönum aldrei færi á að komast inn í leikinn í fyrri hálfleik. Ekki átti að brenna sig á sama soðinu og Króatar gerðu gegn Japan á laugardaginn.

Snemma í síðari hálfleik náðu Þjóðverjar tvisvar sinnum 14 marka forskoti. Þeir slökuðu aðeins á klónni undir lokin en þó aldrei svo að japanska liðinu tækist að minnka forystuna niður fyrir 10 mörk.

Þýskaland og Króatía mætast í þriðju umferð keppninnar á miðvikudagsmorgun klukkan 9.

Japan – Þýskaland 26:37 (10:21).
Mörk Japans: Naoki Fujisaka 6, Hiroki Motoki 5, Shuichi Yoshida 4, Adam Yuki Baig 3, Kosuke Yasuhira 3/1, Tomaya Sakyrai 1, Naoki Suigioka 1, Shinnosuke Tokuda 1, Tatsuki Yoshini 1, Sota Takano 1.
Varin skot: Takumo Nakamura 4, 19% – Daisuke Okamto 4, 17%.

Mörk Þýskalands: Renars Uscins 7, Juri Knorr 6, Sebastian Heumann 4, Johannes Golla 4, Lukas Mertens 4, Kai Häfner 3, Marko Grgic 3/1, Rune Dahmke 2, Julian Köster 2, David Späth 1.
Varin skot: Andreas Wolff 7, 41% – David Späth 3, 16%.

Leikjdagskrá.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -