- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Meistararnir heillum horfnir í Tókýó

Svínn Jamming Roberts fagnar marki meðan vonleysið skín úr augum Rússans Kseniiu Makeevu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ólympíumeistarar Rússa í handknattleik kvenna virðast heillum horfnir á Ólympíuleikunum í Tókýó. Þeir eiga á hættu að ná ekki inn í átta liða úrslitum keppninnar eftir að hafa beðið skipbrot í leik sínum við Svía í annarri umferð B-riðils í morgun. Svíar léku sér að stemningslausum Rússum og unnu með 12 marka mun, 36:24. Sænska liðið var sex mörkum yfir strax að loknum fyrri hálfleik, 15:9.


Rússar eru aðeins með eitt stig eftir tvo fyrstu leikina en þeim tókst að krækja í jafntefli við Brasilíu í fyrradag. Brasilía vann Ungverjaland í nótt, 33:27, og virðist í góðum málum. Rússar mæta Ungverjum á fimmtudag en bæði lið hafa valdið vonbrigðum fram til þessa, ekki síst Rússar sem hafa ekki leikið um langt árabil jafn illa og þeir gerðu gegn Svíum í nótt.

Leikmenn brasilíska landsliðsins fagna kærkomnum sigri á Ungverjum í nótt. Mynd/EPA


Sænska liðið hefur unnið tvo fyrstu leikina í keppninni afar örugglega en í fyrradag fengu Spánverjar að finna fyrir þeim sænsku.


Carin Stömberg skoraði átta mörk fyrir Svía og Linn Blohm var næst með fimm mörk. Polina Vedekhina var markahæst hjá Rússum með fimm mörk.


Samar Vieira og Ana Paula Rodrigues voru markahæstar í brasilíska liðinu sem hafði sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik gegn Ungverjum, 17:11. Þær skoruðu sjö mörk hvor.


Nadine Schatzl skoraði sjö fyrir ungverska liðið.

Frakkland og Spánn mætast í lokaleik annarrar umferðar í B-riðli klukkan 12.30.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -