- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Mikilvægur en sennilega dýr sigur hjá Dönum

Mathias Gidsel Thomas Arnoldsen skoruðu átta mörk hvor og voru markahæstir hjá Dönum gegn Egyptum í dag.
- Auglýsing -

Þótt Dönum hafi þótt sigurinn sætur á Egyptum í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í dag, 30:27, þá lítur út fyrir að hann hafi verið þeim dýr. Allt bendir til þess að línumaðurinn og varnarmaðurinn sterki, Simon Hald, hafi tognaði illa í aftanverðu læri í leiknum og verði jafnvel ekkert meira með á leikunum. Einnig meiddist línumaðurinn Magnus Saugstrup í leiknum en kom aftur við sögu þegar á leið. Vonast er til að hann hafi sloppið betur en Hald.

Ef Hald verður ekkert meira með verður Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari að tefla gamla brýninu Henrik Møllgaard fram sem línumanni í einhverjum leikjum á næstunni, t.d. gegn Argentínu á miðvikudaginn. Ástæðan er sú að í 17 manna hópnum sem Jacobsen hefur úr að spila á mótinu er ekki línumaður á meðal þriggja leikmanna sem teknir voru með til halds og trausts fyrir utan þá 14 sem þjálfarinn hefur teflt fram í tveimur fyrstu leikjunum.

Frábær fyrri hálfleikur

Annars þótti fyrri hálfleikurinn vera listavel leikinn af hálfu danska liðsins í dag gegn Egyptum. Staðan var 19:9, fyrir Dani eftir 30 mínútur. Afríkimeistararnir risu upp á afturfæturna í síðari hálfleik og saumuðu að heimsmeisturunum en tókst aldrei að jafna metin. Hálfri mínútu fyrir leikslok skoraði Mohab Abdelhak 27. mark Egypta, 29:27. Nær komust þeir ekki. Thomas Arnoldsen innsiglaði danskan sigur 15 sekúndum áður en leiktíminn var úti, 30:27.

Danir hafa fjögur stig eftir tvo leiki en Egyptar hafa náð tveimur stigum og mæta Frökkum á miðvikudaginn. Danska liðið leikur við Argentínu og Norðmenn leika við Frakka.

Mörk Egyptalands: Yahia Omar 5/2, Seif Elderaa 5/2, Amed Adel 5, Yehia Elderaa 4, Mohab Abdelhak 3, Omar ELwakil 3, Ali Zein 1, Mohammad Sanad 1.
Varin skot: Moahmed Aly 11, 52% – Karim Hendawy 4, 17%.

Mörk Danmerkur: Mathias Gidsel 8, Thomas Arnoldsen 8, Simon Pytlick 7, Niclas Kirkelökke 2, Magnus Saugstrup 2, Mikkel Hansen 2/2, Emil Jakobsen 1.
Varin skot: Niklas Landin 7, 28% – Emil Nielsen 1, 10%.

Leikjadagskrá.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -