Á miðnætti að íslenskum tíma hefst handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikum. Eins og í karlaflokki taka lið 12 þjóða þátt og þeim skipt niður í tvo riðla.
Einn Íslendingur kemur við sögu í keppninni, Þórir Hergeirsson sem stýrir Evrópumeisturum Noregs eins og hann hefur gert síðustu 12 ár. Upphafsleikur norska landsliðsins verður gegn Suður Kóreu. Hefst viðureignin klukkan 7.15 í fyrramálið.
Í A-riðli eru landslið heimsmeistara Hollands, Japan, Angóla, Svartfjallalands, Suður Kóreu og Noregs.
Í B-riðli eiga sæti landslið Rússlands, Brasilíu, Spánar, Svíþjóðar, Ungverjalands og Frakklands.
Rússar eru ríkjandi Ólympíumeistarar.
Leikjadagskrá og tímasetningar
25. júlí:
00.00 Holland – Japan.
02.00 Rússland – Brasilía.
05.15 Svarfjallaland – Angóla.
07.15 Noregur (Þórir Hergeirsson) – Suður Kórea.
10.30 Spánn – Svíþjóð.
12.30 Ungverjaland – Frakkland.
27. júlí:
00.00 Japan – Svartfjallaland.
02.00 Brasilía – Ungverjaland.
05.15 Svíþjóð – Rússland.
07.15 Suður Kórea – Holland.
10.30 Angóla – Noregur (Þórir Hergeirsson).
12.30 Frakkland – Spánn.
29. júli:
00.00 Holland – Angóla.
02.00 Spánn – Brasilía.
05.15 Japan – Suður Kórea.
07.15 Svartfjallaland – Noregur (Þórir Hergeirsson).
10.30 Ungverjaland – Rússland.
12.30 Svíþjóð – Frakkland.
31. júlí:
00.00 Angóla – Japan.
02.00 Svartfjallaland – Suður Kórea.
05.15 Rússland – Frakkland.
07.15 Brasilía – Svíþjóð.
10.30 Ungverjaland – Spánn.
12.30 Noregur (Þórir Hergeirsson) – Holland.
2. ágúst:
00.00 Suður Kórea – Angóla.
02.00 Frakkland – Brasilía.
05.15 Spánn – Rússland.
07.15 Ungverjaland – Svíþjóð.
10.30 Holland – Svartfjallaland.
12.30 Noregur (Þórir Hergeirsson) – Japan.
Leikir átta liða úrslita fara fram 4. ágúst, undanúrslit 6. ágúst. Leikið til verðlauna 8. ágúst.