- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Norðmenn kjöldrógu Svía

Norsku landsliðskonurnar fagna sigri á Svíum í leiknum um bronsið. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tryggði sér bronsverðlaun í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í nótt aðra leikana í röð. Eftir tap fyrir Rússum í undanúrslitum í fyrradag þá kjöldró norska liðið það sænska í bronsleiknum og vann með 17 marka mun, 36:19. Sænskt kvennalandslið var í þeim sporum að leika í fyrsta sinn um verðlaun á Ólympíuleikum en það sá aldrei til sólar að þessu sinni.

Stine Bredal Oftedal á auðum sjó eftir að hafa leiki Mathildu Lundström grátt. Mynd/EPA


Leikmenn norska landsliðsins komu eins og grenjandi ljón til leiks og gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik. Að honum loknum var munurinn 12 mörk, 19:7. Svíar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Eftir þennan fyrri hálfleik náði sænska liðið aldrei áttum þótt heldur skár færi það út út síðari hálfleik en þeim fyrri.


Til merkis um sveiflur milli leikja þá er rétt að hafa í huga að Rússar sem lögðu Noreg í undanúrslitum töpuðu með 12 marka mun fyrir Svíum í annarri umferð riðlakeppninnar, 36:24.

Nora Mörk fagnar einu af átta mörkum sínum í leiknum við Svía. Mynd/EPA

Nora Mörk og Kari Brattset Dale skoruðu átta mörk hvor fyrir Noreg. Camilla Herrem, Stine Oftedal, Stine Skogrand og Veronica Kristiansen skoruðu þrjú mörk hver. Silje Solberg var með 42 % markvörslu en hún stóð í markinu frá upphafi til enda.


Johanna Westberg og Jenny Carlson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir sænska landsliðið. Carim Strömberg og Jamina Roberts skoruðu þrjú mörk hvor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -