- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Noregur náði efsta sæti – Þýskaland flaut með í fjórða sæti

Þýsku varnarmennirnir gáfu Hennry Reistad góðar gætur í leiknum við norska landsliðið í kvöld. Reistad skoraði engu að síður átta mörk. Ljósmynd/IHF
- Auglýsing -

Riðlakeppni handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum lauk í kvöld þegar þrjár síðustu viðeignir A-riðils fóru fram. Segja að má að úrslitin hafi verið eftir gömlu góðu bókinni. Noregur vann Þýskaland með 12 marka mun, 30:18, og náðu efsta sæti riðilsins. Danir lögðu Suður Kóreubúa, 28:20, og Svíþjóð lagði Slóveníu, 27:23, eftir að hafa verið undir lengi vel leiksins.

Noregur, Svíþjóð og Danmörk enduðu í þremur efstu sætunum í riðlinum. Hvert lið fékk átta stig af 10 mögulegum. Þegar úrslitin innbyrðis leikja liðanna eru talin saman þá stendur Noregur best að vígi. Svíþjóð er þar á eftir og loks Danmörk. Þýskaland stóð einnig best að vígi í samanburði við Suður Kóreu og Slóveníu. Þjóðverjar hreppa þar með fjórða sætið.

Suður Kórea og Slóvenía sitja eftir með sárt ennið og halda heim á leið á morgun.

Liðin átta sem leika í átta liða úrslitum fara nú til Lille. Til stendur að leika í Pierre Mauroy Stadium í borginni. Þar hefur körfuboltafólk reynt með sér síðustu daga. Það færir sig í staðinn til Parísar.

Hin íslenska Kristín Þorleifsdóttir fagnar þegar sigur sænska landsliðsins var í höfn á Slóvenum í dag. Ljósmynd/IHF

Í átta liða úrslitum þriðjudaginn 6. ágúst mætast:
Danmörk – Holland, kl. 7.30.
Frakkland – Þýskaland, kl. 11.30.
Ungverjaland – Svíþjóð, kl. 15.30.
Noregur – Brasilía, kl. 19.30.

Sigurliðin leika til undanúrslita fimmtudaginn 8. ágúst.

Noregur – Þýskaland 30:18 (14:8)
Mörk Norges: Henny Reistad 8/2, Stine Bredal Oftedal 4, Vilde Ingstad 3, Sanna Solberg-Isaksen 2, Camilla Herrem 2, Kristine Breistøl 2, Kari Brattset Dale 2, Nora Mørk 2, Stine Skogrand 2, Veronica Kristiansen 2, Maren Aardahl 1.
Varin skot: Silje Solberg Østhassel 7/1, 41% – Katrine Lunde 6/2, 46%.
Mörk Þýskalands: Viola Leufhter 3, Antje Döll 3, Emily Bölk 3, Jenny Behrend 2, Lisa Antl 2, Xenia Smits 2, Annika Lott 1, Julia Maidhof 1, Johanna Maria Stockschlaeder 1.
Varin skot: Katharina Filter 14/1, 34%.

Danmörk – Suður Kórea 28:20 (12:8)
Mörk Danmerkur: Helena Metta Hansen 6, Kristina Jørgensen 6/1, Emma Friis 3, Tine Østergaard 3, Mette Tranborg 3, Kathrine Heindahl 2, Helena Elver 1, Sarah Aaberg Iversen 1, Line Haugsted 1, Mie Højlund 1, Michala Møller 1.
Varin skot: Sandra Toft 14/1, 44% – Althea Reinhardt 0.
Mörk Suður Kóreu: Bitna Woo 5, Eunhye Kang 4, Kyungmin Kang 4, Eun Hee Ryu 3, Boeun Gim 1, Jiyeon Jeon 1, Eunjoo Shin 1, Jiyoung Song 1.
Varin skot: Saeyoung Park 4, 17% – Jinhui Jeong 1, 10%.

Slóvenía – Svíþjóð 23:27 (14:11).
Mörk Slóveníu: Elizabeth Omoregile 9, Tjasa Stanko 4, Ana Gros 3/1, Natsa Ljepoja 3, Ana Albina 2, Alja Varagic 2.
Varin skot: Amra Pandzic 7, 24% – Maja Vojnovoc 1, 17%.
Mörk Svíþjóðar: Nathalie Hagman 5/2, Elin Hansson 4, Jamina Roberts 4, Jenny Carlsson 3, Emma Lindqvist 3, Nina Koppang 3, Linn Blohm 2, Tyra Axnér 2, Kristín Þorleifsdóttir 1.
Varin skot: Evelina Eriksson 8, 50% – Johanna Bundsen 4, 22%.

Leikjadagskrá.

Lokastaðan í A-riðili:

Noregur5401140:1108
Svíþjóð5401140:1258
Danmörk5401126:1168
Þýskaland5104136:1342
Suður Kórea5104107:1332
Slóvenía5104116:1472
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -