- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Réðum ekkert við sóknarleik Dana

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands á hliðarlínunni í úrslitaleiknum við Dani í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands segir að lið hans hafi ekki ráðið við sóknarleik Dana í úrslitaleiknum í dag. Þar af leiðandi hafi hans lið misst leikinn úr höndum sér snemma og ekki átt leið til baka.

„Þótt sóknarleikur okkar væri ekki góður í fyrri hálfleik þá lá vandi okkar í hálfleik ekki í þeirri staðreynd að við vorum aðeins búnir að skorað 12 mörk. Okkar vandi þá var að þeir voru búnir að skora 21 mark,“ sagði Alfreð í samtali við þýska fjölmiðla eftir 13 marka tap þýska landsliðsins fyrir danska landsliðinu í úrslitaleik handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í dag, 39:26.

„Þeir skoruðu úr hverri einustu sókn. Við náðum aldrei að stöðva þá með varnarleik okkar,“ sagði Alfreð sem viðurkenndi að fyrirfram hafi verið ljóst að við ramman reip yrði að draga fyrir þýska liðið gegn afar sterku dönsku landsliði sem orðið hefur heimsmeistari þrisvar í röð.

Vonin lá í jöfnum leik

„Okkar von lá í að ná að halda leiknum jöfnum. Sú von var farin út úr veður og vind eftir 10 mínútur,“ sagði Alfreð sem óskaði danska landsliðinu til hamingju með sigurinn.

Þrátt fyrir skellinn í úrslitleiknum sagðist Alfreð vera eftir sem áður stoltur af sínu liði sem sé að uppistöðu til ungt að árum. Það hafi eflst af reynslu á mótinu og sýnt mikinn barátthug allt þangað til í úrslitaleikinn hafi verið komið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -