Eftir sjö marka tap fyrir Svíum í fyrstu umferð þá sýndi spænska landsliðið allt aðrar og betri hliðar í dag þegar það vann sannfærandi sigur á Frökkum, silfurliði síðasta Evrópumeistaramóts í handknattleik kvenna. Lokatölur 28:25, fyrir Spán sem eru þar með komnar á blað í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna.
Frakkar eru einnig með tvö stig en þeir mörðu Ungverja í fyrradag.
Fyrri hálfleikur í leik Frakklands og Spánar var jafn og staðan 12:12 að honum loknum. Þegar kom fram í síðari hálfleik var spænska liðið sterkara.
Allison Pineau og Pauline Coatanea skoruðu fimm mörk fyrir Frakka og Grace Zaadi var með fjögur ásamt Paulettu Foppa.
Carmen Martín, fyrirliði Spánverja, var markahæst með sex mörk og Maria Rodrigues og Alexandrina Barbosa skoruðu fjögur mörk hvor.

Úrslit í B-riðli í dag:
Brasilía – Ungverjaland 33:27.
Svíþjóð – Rússland 36:24.
Frakkland – Spánn 25:28.
Staðan:
Næstu leikir fimmtudaginn 29. júli:
02.00 Spánn – Brasilía.
10.30 Ungverjaland – Rússland.
12.30 Svíþjóð – Frakkland.