- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Stóðu í meisturunum í 40 mínútur

Mathias Gidsel skoraði sjö mörk fyrir Dani gegn Portúgal. Hér sækir hann að vörninni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekki tókst portúgalska landsliðinu að leggja stein í götu ólympíu- og heimsmeisturum Dana í viðureign liðanna í B-riðli handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í morgun, lokatölur 34:28.


Danska liðið var marki yfir í hálfleik, 20:19, og hefur þar með átta stig að loknum fjórum leikjum. Danir mæta Svíum í lokaumferðinni á sunnudag meðan Portúgal leikur við lærisveina Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu.

Sigurinn í dag var sá fimmtándi í röð hjá danska landsliðinu á stórmóti. Það hefur ekki tapað leik síðan það beið lægri hlut fyrir íslenska landsliðinu í upphafsleiknum á EM í Svíþjóð í janúar 2020.


Það tók Dani 40 mínútur að hrista Portúgala af sér í fremur hægum leik sem fer seint í sögubækurnar fyrir að hafa verið skemmtilegur. Í stöðunni 21:20 skoruðu Danir sex mörk gegn einu. Eftir það var aldrei neinn vafi á hvort liðið færi með sigur af hólmi.

Jacob Holm lék vörn Portúgals á tíðum grátt í síðari hálfleik. Mynd/EPA


Mikkel Hansen var markahæstur Dana með níu mörk, þar af fimm úr vítaköstum. Hann er þar með orðinn markahæsti handknattleikskarl í sögu Ólympíuleikanna með 133 mörk. Hansen bætti með Yoon Kyung Shin, Suður Kóreu, en það var 127 mörk. Mathias Gidsel var næstur með sjö mörk í danska liðinu. Gidsel hefur verið frábær á leikunum.

Hansen brást bogalistin í vítakasti í leiknum, því fyrsta sem fer forgörðum hjá honum á mótinu. Alls hefur Hansen skoraði 29 mörk, þar af 18 úr vítaköstum á leikunum að þessu sinni.


Diego Branquinho var markahæstur Portúgala með fjögur mörk.


Úrslit í B-riðli í dag:
Danmörk – Portúgal 34:28.
Barein – Japan 32:30.
Egyptaland – Svíþjóð 27:22.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Leikir lokaumferðar sunnudaginn 1. ágúst:
Kl. 00.00 Portúgal – Japan (Dagur Sigurðsson).
Kl. 02.00 Egyptaland – Barein (Aron Kristjánsson).
kl. 12.30 Danmörk – Svíþjóð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -