- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Þjóðverjar fóru illa að ráði sínu gegn Spánverjum

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þjóðverja hefur augu á sínum mönnum í leiknum við Spánverja í morgun. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Spánverjar unnu þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, 28:27, í æsispennandi leik í A-riðli handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í morgun. Þjóðverjar geta sjálfum sér um kennt hvernig fór. Þeir fengu tvo ruðningsdóma á sig á endasprettinum þegar möguleiki gafst á að jafna metin.


Alex Djushebaev skoraði tvö síðustu mörk Spánverja og um leið síðustu mörk leiksins. Það fyrra þegar spænska liðið var manni færra á leikvellinum.


Þjóðverjar voru marki yfir í hálfleik, 13:12. Leikurinn var afar spennandi og jafn frá upphafi til enda. Aðeins á upphafsmínútum síðari hálfleiks tókst Spánverjum að ná þriggja marka forskoti. Sæla þeirra stóð ekki lengi.
Liðin skiptust á að hafa forskot þótt frumkvæðið hafi heldur verið Spánarmegin í síðari hálfleik.

Spánverja fagna tveimur dýrmætum stigum eftir sigur á Þýskalandi. Mynd/EPA


Aleix Gomez og Adrian Figueras skoruðu fimm mörk hvor fyrir Spán, þar af var Gomez með þrjú úr vítaköstum. Dushebaev og Angel Fernandes skoruðu fjórum sinnum hvor.


Steffen Winhold var atkvæðmestur í þýska liðinu við að skora. Hann skoraði fimm sinnum. Hendrik Pekeler skoraði fjögur og Uwe Gensheimer, Johannes Golla og Timo Kastening þrisvar sinnum hver.


Úrslit í A-riðli:
Noregur – Brasilía 27:24
Frakkland – Argentína 33:27
Þýskaland – Spánn 27:28

Standings provided by SofaScore LiveScore

Næstu leikir í A-riðli, 26. júlí:

00.00 Brasilía – Frakkland
02.00 Argentína – Þýskaland (Alfreð Gíslason)
07.15 Spánn – Noregur – RÚV

Aðeins einum leik af þremur er lokið í B-riðli. Svíþjóð marði sigur á Barein, 32:31, eins og getið er um hér.

Klukkan 10.30 mætast landslið Portúgal og Egyptalands og klukkan 12.30 eigast við heimsmeistarar Dana og heimamenn í japanska landsliðinu undir stjórn Dags Sigurðssonar. Leikur Dana og Japana verður sýndur á aðalrás RÚV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -