- Auglýsing -
Ólafur Stefánsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari þýska 1. deildarliðsins HC Erlangen samkvæmt frétt og heimildum vísis.is. Ólafur mun hafa samþykkt að sinna starfinu til loka keppnistímabilsins í upphafi sumars. HC Erlangen situr í 13. sæti af 18 liðum deildarinnar með 15 stig eftir 21 leik af 36.
Ólafur verður aðstoðarmaður Spánverjans Raúls Alonso sem tók við þjálfun HC Erlangen í upphafi ársins eftir að hafa verið íþróttastjóri félagsins frá síðasta sumri er hann hætti þjálfun Meshkov Best í Hvíta-Rússlandi.
Ólafur var þjálfari Vals leiktíðina 2013 til 2014 og var í þjálfaratreymi landsliðsins 2015 til 2016 þegar Aron Kristjánsson var þjálfari karlalandsliðsins.
HC Erlangen er með bækistöðvar í Nürnberg. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfaði lið félagsins frá 2017 til 2020. Sigurbergur Sveinsson lék með Erlangen tímabilið 2014 til 2015.
Sveinn Jóhannsson, sem nú er leikmaður SönderjyskE í Danmörku, skrifaði undir tveggja ára samning við HC Erlangen fyrir áramót og verður leikmaður félagsins frá og með næsta sumri.
- Auglýsing -