- Auglýsing -
Fimmtándu og síðustu umferð ársins í Olísdeild karla í handknattleik lauk á mánudagskvöld. Hlé hefur verið gert á keppni í deildinni fram til 4. febrúar vegna undirbúnings og síðar þátttöku íslenska landsliðsins á Evrópumótinu sem stendur yfir frá 15. janúar til 1. febrúar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Sjö lið Olísdeildar karla og eitt lið Grill 66-deildar eru ekki alveg komin í jólaleyfi því þau mætast í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á föstudaginn.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Handboltahöllin fór yfir leikina í 15. umferð Olísdeildar á 60 sekúndum og er myndskeiðið hér fyrir neðan.
- Auglýsing -





