- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeild karla – 3. umferð, samantekt

Jónas Elíasson dómari sendir leikmanna af velli í viðureign Gróttu og Fram í fyrri umferðinni í október. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Þriðja umferð Olísdeildar karla í handknattleik hófst á síðasta fimmtudag og lauk í gærkvöld. Helstu niðurstöður leikjanna eru þessar:

HK - FH 25:29 (12:17).
Mörk HK: Elías Björgvin Sigurðsson 6, Sigurður Jefferson Guarino 5, Hjörtur Ingi Halldórsson 5, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Bjarki Finnbogason 2, Kári Tómas Hauksson 1, Arnór Róbertsson 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 15, 34,9%.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 11/4, Birgir Már Birgisson 7, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Jón Bjarni Ólafsson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Egill Magnússon 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1.
Varin skot: Phil Döhler 9, 26,5%.
  • Elías Björgvin Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir HK í átta skotum auk þess að eiga þrjú sköpuð marktækifæri. Hjörtur Ingi Halldórsson skapaði fjögur marktækifæri og Kári Tómas Hauksson var með fimm sköpuð færi, þar af fjórar stoðsendingar. Kristján Ottó Hjálmsson var með fjögur löglega stopp i vörninni en var þrisvar vísað af leikvelli. Sigurvin Jarl Ármannsson átti þrjú lögleg stoppp og stal boltanum í tvígang af FH-ingum.
  • Ásbjörn Friðriksson fór á kostum í liði FH. Auk þess að skora 11 mörk í 13 skotum þá skapaði hann átta marktækifæri, þar af voru tvær stoðsendingar. Ásbjörn var með fullkomna nýtingu í vítaköstum, fjögur mörk úr fjórum tilraunum. Birgir Már Birgisson skoraði sjö mörk úr skotum og átti þrjár stoðsendingar.
  • Ágúst Birgisson var með fimm lögleg stopp í vörninni auk þess sem hann vann boltann einu sinni af HK-ingum. Birgir Már Birgisson var með fjögur lögleg stopp í vörninni og stal boltanum fjórum sinnum. Jóhann Birgir Ingvarsson átti fjögur löglega stopp. Gytis Smantauskas fékk beint rautt spjald.
  • Ásbjörn Friðriksson var maður leiksins samkvæmt HBStatz.
Víkingur - Valur 19:30 (11:15).
Mörk Víkings: Jóhannes Berg Andrason 6, Guðjón Ágústsson 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Styrmir Sigurðsson 2, Jón Hjálmarsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1, Arnar Huginn Ingason 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 18, 38,3% - Bjarki Garðarsson 1/1, 50%.
Mörk Vals: Tumi Steinn Rúnarsson 10, Magnús Óli Magnússon 4, Agnar Smári Jónsson 3, Vignir Stefánsson 3, Arnór Snær Óskarsson 2, Stiven Tobar Valencia 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Finnur Ingi Stefánsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17/1, 68% - Sakai Motoki 4, 26,7%.
  • Jóhannes Berg Andrason var markahæstur Víkinga, skoraði sex mörk í 12 skotum. Hann átti einnig fjögur sköpuð færi, þar af tvær stoðsendingar. Jóhannes Berg var einnig með átta lögleg stopp í vörninni til viðbótar við tvo stolna bolta.
  • Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði fjögur mörk í sex skotum, þar af tvö mörk úr vítaköstum og var með fullkomna nýtingu. Hann skapaði einnig fimm marktækifæri, þar af voru þrjár stoðsendingar. Styrmir Sigurðsson skapaði fjögur marktækifæri.
  • Jóhann Reynir fór af leikvelli á 29. mínútu eftir að hafa fengið höfuðhögg. Hann kom ekki meira við sögu í leiknum.
  • Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 10 mörk í 12 skotum fyrir Val. Af því voru fimm mörk úr vítaköstum í sex tilraunum. Tumi skapaði einnig fjögur marktækifæri, þar af voru þrjár stoðsendingar. Magnús Óli Magnússon var maðurinn á baki við fimm marktækifæri, af því voru þrjár stoðsendingar. Arnór Snær Óskarsson skapaði fjögur marktækifæri, þar af voru þrjár stoðsendingar.
  • Eins og stundum áður var Alexander Örn Júlíusson allt í öllu í vörn Vals. Hann var með níu löglegar stöðvanir. Til viðbótar stal hann boltanum einu sinni af liðsmönnum Víkings. Þorgils Jón Svölu Baldursson átti fimm lögleg stopp og stal boltanum í eitt skipti. Magnús Óli krækti í boltann í tvö skipti af Víkingum og var með fjögur lögleg stopp.
  • Tjörvi Týr Gíslason fékk beint rautt spjald á 29. mínútu.
  • Tryggvi Garðar Jónsson og Stiven Tobar Valencia fóru meiddir af leikvelli.
  • Björgvin Páll Gústavsson var maður leiksins samkvæmt HBStatz.
ÍBV - KA 35:31 (18:13).
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 7, Dagur Arnarsson 6, Ásgeir Snær Vignisson 6, Theodór Sigurbjörnsson 5, Kári Kristján Kristjánsson 4/3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Róbert Sigurðarson 1, Dánjal Ragnarsson 1, Sveinn Jose Rivera 1, Nökkvi Snær Óðinsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 11, 31,4%.
Mörk KA: Pætur Mikkjalsson 9, Óðinn Þór Ríkharðsson 6/1, Einar Rafn Eiðsson 5, Patrekur Stefánsson 5, Arnar Freyr Ársælsson 2, Arnór Ísak Haddsson 1, Allan Norðberg 1, Ragnar Snær Nálsson 1, Ólafur Gústafsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 5, 17,2%, Bruno Bernat 2, 16,7%.
  • Rúnar Kárason og Dagur Arnarsson létu mjög að sér kveða í sóknarleik ÍBV. Rúnar skapði fjögur marktækifæri auk þess að skora sjö mörk í níu skotum. Dagur skoraði sex mörk úr átta skotum og var með sex sköpuð færi, af því voru fjórar stoðsendingar. Theodór Sigurbjörnsson skapaði þrjú marktækfæri.
  • Róbert Sigurðarson var aðsópsmikill í vörn Eyjamanna. Hann var með sjö löglega stopp, stal boltanum tvisvar og varði tvö skot. Arnór Viðarsson var með fjögur lögleg stopp.
  • Rúnar Kárason fékk beint rautt spjald fyrir leikbrot þegar komið var fram í síðari hluta síðari hálfleiks.
  • Færeyski línumaður KA, Pætur Mikkjalsson skoraði níu mörk í 11 skotum. Hann var einnig með fimm stopp í vörninni. Einar Rafn Eiðsson skapaði tíu marktækifæri fyrir FH-inga, þar af voru sex stoðsendingar. Hann skoraði fimm mörk í níu skotum. Einar Rafn stal boltanum tvisvar sinnum af Eyjamönnum.
  • Patrekur Stefánsson skoraði fimm mörk í sjö skotum og átti sjö stoðsendingar. Einnig stal hann boltanum einu sinni af leikmönnum ÍBV.
  • Ólafur Gústafsson var með þrjú lögleg stopp í vörninni.
  • Patrekur Stefánsson var maður leiksins samkvæmt HBStatz.

Selfoss - Afturelding 24:26 (14:14).
Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 6, Hergeir Grímsson 5/1, Alexander Már Egan 4, Richard Sæþór Sigurðsson 3, Einar Sverrisson 2, Ísak Gústafsson 2, Karolis Stropus 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 17, 41,5% – Sölvi Ólafsson 0.
Mörk Aftureldingar: Guðmundur Bragi Ástþórsson 7/4, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Blær Hinriksson 3, Hamza Kablouti 3, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 2, Birkir Benediktsson 2, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 2, Bergvin Þór Gíslason 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 11, 32,4%, Brynjar Vignir Sigurjónsson 0.
  • Hergeir Grímsson skapaði sex marktækifæri fyrir Selfoss í leiknum, þar af voru fjórar stoðsendingar. Hann skoraði ennfremur úr eina vítakasti Selfossliðsins í leiknum. Einar Sverrisson átti fimm löglega stopp í vörninni og náði einu frákasti. Elvar Elí Hallgrímsson var með tvö lögleg stopp og einn stolinn bolta. Karolis Stropus varði eitt skot í vörninni, vann boltann einu sinni og var með eitt löglegt stopp.
  • Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði úr þeim fjórum vítaköstum sem hann tók fyrir Aftureldingu í leiknum. Hann var einnig á bak við þrjú sköpuð marktækifæri, þar af voru tvær stoðsendingar.
  • Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson átti fimm lögleg stopp í vörn Aftureldingar og varði tvö skot. Bergvin Þór Gíslason var með þrjár stöðvanir löglegar í vörninni og varði þrjú skot. Árni Bragi Eyjólfsson stal boltanum tvisvar sinnum af Selfossliðinu.
  • Vilius Rasimas var maður leiksins samkvæmt HBStatz.
Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson, leikmaður Gróttu, lætur skot vaða á markið hjá fyrrverandi samherja, Valtý Má Hákonarsyni, markverði Fram. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Grótta - Fram 23:24 (12:14).
Mörk Gróttu: Igor Mrsulja 6, Andri Þór Helgason 4, Gunnar Dan Hlynsson 4, Ívar Logi Styrmisson 3, Ólafur Brim Stefánsson 3, Birgir Steinn Jónsson 2, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Ísak Arnar Kolbeins 9, 47.,4% - Einar Baldvin Baldvinsson 4, 22,2%.
Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 6, Breki Dagsson 5, Ólafur Jóhann Magnússon 3, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Rógvi Dal Christiansen 1 Stefán Darri Þórsson 2, Þorvaldur Tryggvason 1, Kristinn Hrannar Bjarkason 1, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 1, Valtýr Már Hákonarson 1.
Varin skot: Valtýr Már Hákonarson 8, 29,6% - Arnór Máni Daðason 1, 20%.
  • Birgir Steinn Jónsson átti fimm stoðsendingar fyrir Gróttuliðið gegn Fram. Andri Þór Helgason skoraði úr þremur vítaköstum sem liðið fékk og Gunnar Dan Hlynsson skoraði úr fjórum marktækifærum sínum af línunni. Igor Mrsulja lék sinn fyrsta deildarleik með Gróttu og skoraði sex mörk í átta tilraunum auk þess sem hann skapaði tvö marktæri.
  • Gunnar Dan var með sex löglegar stöðvanir í vörninni. Sveinn Brynjar Agnarsson og Hannes Grimm voru með þrjú stopp hvor.
  • Breki Dagsson skoraði fimm mörk í sjö skotum og skapaði þrjú marktækifæri, þar af voru tvær stoðsendingar. Vilhelm Poulsen var maðurinn á bak við þrjú marktækifæri, þar af tvær stoðsendingar. Stefán Darri Þórsson skapaði þrjú marktækifæri.
  • Þorvaldur Tryggvason átti átta lögleg stopp í vörninni og stal boltanum einu sinni. Poulsen náði sex stoppum og varði þrjú skot.
  • Vilhelm Poulsen var maður leiksins samkvæmt HBStatz.
Haukar - Stjarnan 28:30 (13:13).
Mörk Hauka: Adam Haukur Bamruk 6, Darri Aronsson 5, Heimir Óli Heimisson 4, Þráinn Orri Jónsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Geir Guðmundsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12, 34,3%. Stefán Huldar Stefánsson 0.
Mörk Stjörnunnar: Hafþór Már Vignisson 9, Björgvin Þór Hólmgeirsson 8, Dagur Gautason 5, Starri Friðriksson 4, Sverrir Eyjólfsson 2, Leó Snær Pétursson 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 6/1, 27,3% – Arnór Freyr Stefánsson 4, 25%.
  • Tjörvi Þorgeirsson skapaði 12 marktækifæri fyrir Hauka í leiknum við Selfoss. Af því voru níu stoðsendingar. Ólafur Ægir Ólafsson var maðurinn á bak við fjögur marktækifæri Hauka, þar af voru þrjár stoðsendingar. Adam Haukur Baumruk skoraði sex mörk í átta skotum.
  • Adam var einnig með sex löglega stopp í vörninni. Atli Már Báruson náði fjórum löglegum stoppum auk þess sem hann stal boltanum einu sinni. Þráinn Orri Jónsson varði tvö skot í vörninni.
  • Hafþór Már Vignisson fór mikinn í sóknarleik Stjörnunnar. Hann skoraði níu mörk í sextán skotum en skapaði einnig sjö marktækifæri. Af því voru fimm stoðsendingar.
  • Þótt Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki mark var hann engu að síður hættulegur í sókninni. Hann skapaði sex marktækifæri, af því voru fjórar stoðsendingar. Dagur Gautason náði fullkominni nýtingu, fimm mörk í fimm skotum.
  • Gunnar Steinn átti tíu lögleg stopp í vörninni og stal boltanum einu sinni. – –
  • Hjálmtýr Alfreðsson náði fjórum löglegum stoppum.
  • Jón Ásgeir Eyjólfsson fékk beint rautt spjald fyrir leikbrot.
  • Hafþór Már Vignisson var maður leiksins samkvæmt HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla er hér.

Alla tölfræði úr leikjum Olísdeildar karla er að finna hjá HBStatz.-

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -