- Auglýsing -
Önnur umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik fór fram á föstudag, laugardag og á sunnudag. Helstu niðurstöður leikjanna fjögurra eru þessar:
ÍBV - Afturelding 35:20 (21:11). Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 11, Lina Cardell 10, Elísa Elíasdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 3, Marija Jovanovic 2, Karolina Loszowa 2, Bríet Ómarsdóttir 2. Varin skot: Erla Rós Sigmarsdóttir 9, 50% - Marta Wawrzykowska 7, 38,9%. Mörk Aftureldingar: Ólöf Marín Hlynsdóttir 7, Telma Rut Frímannsdóttir 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Sylvía Björt Blöndal 2, Katrín Hallgrímsdóttir 2, Emilía Guðrún Hauksdóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 1. Varin skot: Susan Ines Gamboa 8, 22,9% - Tori Lynn Gísladóttir 3, 30%.
- Marija Jovanovic skapaði tíu marktækifæri fyrir ÍBV í leiknum. Af þessum fjölda voru átta stoðsendingar. Sunna Jónsdóttir var með níu sköpuð færi, sex stoðsendingar. Karolina Olszowa átti sjö færi, þar af sex stoðsendingar.
- Olszowa var með fjögur lögleg stopp í vörninni, stal boltanum tvisvar og varði eitt skot. Sunna átti þrjú stopp, þrjú varin skot og einn stolinn bolta. Jovanovic vann boltann þrisvar af Aftureldingu, varði tvö skot og átti tvö löglega stopp.
- Harpa Valey Gylfadóttir skoraði 11 mörk í 13 skotum, þar af voru fimm mörk eftir hraðaupphlaup. Lina Dardell skoraði 10 mörk í 11 skotum. Fimm marka sinn skoraði Svíinn eftir hraðaupphlaup.
- Ólöf Marín Hlynsdóttir og Katrín Helga Davíðsdóttir sköpuðu fjögur marktækifæri hvor fyrir Aftureldingu. Sú síðarnefnda átti þrjár stoðsendingar. Ólöf Marín var með þrjár löglegar stöðvanir í vörninni. Telma Rut Frímannsdóttir átti tvær löglegar stöðvanir auk þess sem hún vann boltann tvisvar af ÍBV. Silvía Björt Blöndal vann boltann einnig í tvígang af ÍBV.
- Lina Cardell, ÍBV, var maður leiksins samkvæmt niðurstöðu HBStatz.
Haukar - Fram 32:32 (16:20). Mörk Hauka: Sara Odden 8, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 5/4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Rakel Sigurðardóttir 3, Karen Helga Díönudóttir 3, Natasja Hammer 2, Berglind Benediktsdóttir 1. Varin skot: Petersen 19, 37,3%. Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Karen Knútsdóttir 6/2, Emma Olsson 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 1, Jónína Hlín Hansdóttir 1. Varin skot: Hafdís 10, 25,6%. Írena Björk 0.
- Sara Odden lét sér ekki nægja að vera markahæsti leikmaður Hauka gegn Fram. Hún átti einnig þátt 10 marktækifærum, þar af var hún með sjö stoðsendingar. Karen Helga Díönudóttir var með sex sköpuð færi, fimm stoðsendingar og Elín Klara Þorkelsdóttir átti fjórar stoðsendingar.
- Karen Helga átti einnig sex lögleg stopp í vörninni og stal boltanum einu sinni. Odden stal boltanum þrisvar af Framliðinu og varði þrjú skot.
- Karen Knútsdóttir skapaði sjö marktækifæri fyrir Framliðið, þar af voru sex stoðsendinga. Ragnheiður Júlíusdóttir var á bak við fjögur marktækifæri Framara. Af því voru fjórar stoðsendingar. Hildur Þorgeirsdóttir átti fjögur sköpuð færi fyrir Fram.
- Hildur og Jónína Hlín Hansdóttir voru með þrjú stopp í vörninni hvor. Stella Sigurðardóttir stal boltanum þrisvar sinnum af Haukum. Frænka hennar, Karen Knútsdóttir, lék sama leikinn tvisvar sinnum. Hvor þeirra átti tvö lögleg stopp í vörninni. Ragnheiður Júlíusdóttir varði tvö skot í vörinni.
- Sara Odden, Haukum, var maður leiksins samkvæmt niðurstöðu HBStatz.
KA/Þór - Stjarnan 27:26 (12:11). Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 8, Ásdís Guðmundsdóttir 5, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Martha Hermannsdóttir 3/2, Unnur Ómarsdóttir 2, Sofie Söberg Larsen 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1. Varin skot: Matea Lonac 8, 23,5%. Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 10/5, Stefanía Theodórsdóttir 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Britney Cots 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1. Varin skot: Darija Zecevic 12, 37,5%. Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 7, 53,8%.
- Aldís Ásta Heimisdóttir skapaði flest marktækifæri KA/Þórsliðsins, níu. Þar af voru sex stoðsendingar. Rut Arnfjörð Jónsdóttir var rétt á eftir með átta sköpuð færi, þar af sjö stoðsendingar. Matea Lonac markvörður skapaði tvö marktækifæri með löngum sendingum fram leikvöllinn.
- Aldís Ásta var einnig aðsópsmikil í varnarleiknum og var með sex lögleg stopp og fjóra stolna bolta. Anna Þyrí Ólafsdóttir og Sofie Söberg Larsen átti fjórar löglegar stöðvanir í vörninni. Rakel Sara Elvarsdóttir stal boltanum þrisvar sinnum að leikmönnum Stjörnunnar.
- Eva Björk Davíðsdóttir var á bak við sex marktækifæri Stjörnunnar í leiknum, þar af voru fimm stoðsendingar. Lena Margrét Valdimarsdóttir átti fimm sköpuð færi, tvær stoðsendingar. Helena Rut Örvarsdóttir átti þrjá stoðsendingar.
- Stefanía Theodórsdóttir var með fimm lögleg stopp í vörn Stjörnunnar auk þess sem hún stal boltanum einu sinni. Anna Karen Hansdóttir átti fjórar löglegar stöðvanir og Lena Margrét Valdimarssdóttir og Britney Cots þrjár hvor. Sú síðarnefnda vann boltann tvisvar var KA/Þórsliðinu.
- KA/Þór tapaði boltanum í 13 skipti en Stjarnan 18 sinnum.
- Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni, var maður leiksins samkvæmt niðurstöðu HBStatz.
HK - Valur 17:23 (9:12). Mörk HK: Tinna Sól Björgvinsdóttir 5, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 4, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 4/1, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1. Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 10, 30,3%. Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 9, Hildigunnur Einarsdóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Lovísa Thompson 2, Mariam Eradze 2. Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 9, 37.5% – Saga Sif Gísladóttir 1, 33,3%.
- Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skapað sex marktækifæri fyrir HK í leiknum, þar af voru fjórar stoðsendingar. Þá vann hún eitt vítakast. Hún tapaði boltanum í fimm skipti. Hún varði einnig tvö skot og var með fjögur lögleg stopp í vörninni. Elna Ólöf Guðjónsson var með fimm lögleg stopp og Berglind Þorsteinsdóttir og Tinna Sól Björgvinsdóttir sex stopp hvor. Hver og ein þeirra stal boltanum einu sinni af Valsliðinu.
- Lovísa Thompson og Thea Imani Sturludóttir stóðu á bak við fjögur marktækifæri hvor fyrir Valsliðið í leiknum. Þar af átti Thea Imani þrjár stoðsendingar og var með sex lögleg stopp í vörninni. Hildigunnur Einarsdóttir var með fimm lögleg stopp, varði eitt skot og stal boltanum einu sinni af leikmönnum HK. Hulda Dís Þrastardóttir náði fjórum löglegum stoppum, varði eitt skot og stal boltanum einu sinni.
- Thea Imani Sturludóttir, Val, var maður leiksins samkvæmt niðurstöðu HBStatz.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.
Tölfræði allra leikja í Olísdeild kvenna er að finna hjá HBStatz.
- Auglýsing -