- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeild kvenna – úrslit kvöldsins og staðan

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Vals treystu stöðu sína í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með stórsigri á Stjörnunni, 31:21, þegar 12. umferð hófst með þremur leikjum. Öruggur sigur Vals á heimavelli í kvöld tryggir liðinu fjögurra stiga forskot í efsta sæti, 22 stig. Haukar eiga leik til góða á Val gegn KA/Þór á Akureyri á laugardaginn þegar 12. umferð lýkur.

Fram lagði Aftureldingu í Úlfarsárdal, 31:22. Aðeins var tveggja marka munur að afloknum fyrri hálfleik, 15:13. Framliðið var mikið sterkara í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var góður og Aftureldingarliðið, sem rekur lestina í deildinni, komst í vandræði. Lena Magrét Valdimarsdóttir lék afar vel og skoraði m.a. 12 mörk.

Í upphafsleik umferðarinnar vann ÍBV leikmenn ÍR, 26:19, í gamla íþróttasalnum í Vestmannaeyjum. Ekki var hægt að leika í aðalsalnum vegna vatnsleka en vatn gerir Eyjamönnum á ýmsan hátt lífið leitt þessa dagana. Marta Wawrzykowska fór á kostum í marki ÍBV annan leikinn í röð og var með 50% markvörslu.

Birna Berg Haraldsdóttir leikmaður ÍBV er mætti til leiks á ný eftir meiðsli. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Þau gleðitíðindi áttu sér stað í leiknum að Birna Berg Haraldsdóttir mætti leiks eftir talsverða fjarveru vegna meiðsla í hné sem hún varð fyrir í haust í viðureign ÍBV og ÍR í Skógarseli. Birna Berg skoraði þrjú mörk að þessu sinni.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.

Fram – Afturelding 31:22 (15:13).
Mörk Fram: Lena Margrét Valdimarsdóttir 12/5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 8, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 3, Elín Ása Bjarnadóttir 2, Valgerður Arnalds 1, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 1:
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 6, 27,3% – Ingunn María Brynjarsdóttir 4, 40%.
Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 5, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 4, Susan Ines Gamboa 3/1, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 2/1, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Anna Katrín Bjarkadóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 5, 15,2% – Rebecca Fredrika Adolfsson 0.

Valur – Stjarnan 31:21.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7, Thea Imani Sturludóttir 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 16, Sara Sif Helgadóttir 6.
Mörk Stjörnunnar: Embla Steindórsdóttir 6, Helena Rut Örvarsdóttir 6, Eva Björk Davíðsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2.
Varin skot: Darija Zecevic 3, Elísabet Millý Elíasardóttir 3, Sigrún Ásta Möller 1.

ÍBV – ÍR 26:19 (13:9).
Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 5, Amelía Einarsdóttir 4/1, Ásdís Guðmundsdóttir 4, Elísa Elíasdóttir 4, Karolina Olszowa 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Birna María Unnarsdóttir 1, Þóra Björg Stefánsdóttir 1, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 19, 50%.
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 6/2, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 5, Sara Dögg Hjaltadóttir 3/2, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 9/1, 25,7%.

Öll tölfræði úr leikjum kvöldsins er hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -