- Auglýsing -
Ólöf María Stefánsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning sem nær til næstu tveggja keppnistímabila.
Ólöf María hefur leikið með ÍBV síðustu tvö tímabil. Hún var lykilmaður í U-liði ÍBV í vetur sem leið ásamt því að vera hluti af meistaraflokksliðinu sem lék m.a. í Olísdeildinni.
„Hún hefur smollið frábærlega inn í félagið og samfélagið í Eyjum, en á dögunum var hún kjörin ÍBV-ari meistaraflokks kvenna sem er afar lýsandi fyrir karakter Ólafar. Við erum ánægð að hafa Ólöfu áfram með okkur og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir í tilkynningu frá ÍBV.
Nær allir leikmenn ÍBV-liðsins á síðustu leiktíð hafa endurnýjað samninga sína á síðustu vikum og á mánuðum. Þjálfarinn, Sigurður Bragason, fylgdi í kjölfar leikmanna og skrifaði undir nýjan samning á dögunum auk þess sem Ásta Björt Júlíusdóttir bættist í hópinn á nýjan leik.
- Auglýsing -