- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olympiacos mætir Val eða Baia Mare í úrslitum

Ivan Sliskovic leikmaður Olympiavos sækir að Alex Bógnar liðsmanni FTC í fyrri undanúrslitaleiknum. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Gríska liðið Olympiacos leikur til úrslita við Minaur Baia Mare eða Val í Evrópubikarkeppninni í handknattleik í næsta mánuði. Olympiacos vann ungverska liðið Ferencváros (FTC) með sjö marka mun í síðari undanúrslitaleik liðanna í Ilioupolis í Aþenu í dag, 39:32. Fyrri viðureign liðanna lauk með jafntefli, 28:28, í Búdapest fyrir viku.

Úrslitaleikirnir verða tveir og fara fram helgarnar 18. og 19. maí og 25. og 26. maí. Á morgun kemur í ljós hvort það verður Valur eða Minaur Baia Mare sem takast á við Aþenuliðið í úrslitaleikjunum. Leikdagar verða niðurnjörfaðir ásamt leiktímum þegar víst verður hvaða lið eigast við.

Gríska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 21:18. Það hafði síðan örugglega tögl og hagldir allan síðari hálfleikinn.

Savvas lét til sín taka

Eins og í fyrri undanúrslitaleiknum þá var Grikkinn Savvas Savvas umsvifamikill í sókninni. Hann skoraði 10 mörk í 16 skotum. Slóveninn Ivan Sliskovic var næstur með átta mörk og landi hans Miha Kavcic skoraði í sex skipti af sex mögulegum. Panagiotis Papantonopoulos, markvörður, náði sér ágætlega á strik í síðari hálfleik eftir að hafa verið hálf miður sín í þeim fyrri.

Bence Nágy var markahæstur hjá FTC með átta mörk. Jakub Mikita var næstur með sex mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -