- Auglýsing -
Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður og leikmaður SC Magdeburg er í úrvalsliði þýsku 1. deildarinnar fyrir septembermánuð. Skal svo sem engan undra vegna þess að hann hefur leikið afar vel fyrir liðið á upphafsvikum deildarkeppninnar.
Ómar Ingi hefur skorað 49 mörk í fimm leikjum og gefið 14 stoðsendingar. Skotnýtingin er 87,5%. Ómar Ingi er aðeins tveimur mörkum á eftir Mathias Gidsel sem er markahæstur. Daninn hefur leikið einum leik fleiri en Selfyssingurinn.
