Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg, er markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik þegar þrjár umferðir eru búnar, að einni viðureign undanskilinni, leik THW Kiel og Hannover-Burgdorf.
Ómar Ingi hefur skorað 32 mörk, eða rúmlega 10 mörk að jafnaði í leik. Hann skoraði m.a. 15 mörk í fyrstu umferð deildarinnar þegar Magdeburg vann Eisenach.
Marko Grgic leikmaður Flensburg og markakóngur síðustu leiktíðar hefur skorað 24 mörk fyrir Flensburg til þessa, marki færra en Daninn Mathias Gidsel sem einnig hefur farið mikinn á undanförnum árum.
Viggó Kristjánsson er í 7.sæti með 19 mörk og Blær Hinriksson, sem gekk til liðs við Leipzig í sumar hefur skorað 18 mörk, sex mörk að jafnaði í leik sem er afar gott fyrir nýliða.
Markahæstir
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg – 32/16.
Kai Häfner, TVB Stuttgart – 26/12.
Mathias Gidsel, Füchse Berlin – 25/0.
Marko Grgic, SG Flensburg-Handewitt – 24/6.
Nicolaj Jørgensen, HSV Hamburg – 22/3
Tim Freihöfer, Füchse Berlin – 22/13.
Ludvig Hallbäck, Frisch Auf Göppingen – 19/0.
Philipp Ahouansou, HSG Wetzlar – 19/0.
Niels Versteijnen, TBV Lemgo Lippe – 19/0
Noah Beyer, Bergischer HC – 19/11.
Viggó Kristjánsson, HC Erlangen – 19/4
Karolis Antanavicius, GWD Minden – 18/0.
Blær Hinriksson, SC DHfK Leipzig – 18/10.
Max Beneke, ThSV Eisenach – 18/3.
David More, Rhein-Neckar Löwen – 18/7.
Florian Drosten, MT Melsungen – 17/16.
Stefan Cavor, HSG Wetzlar – 16/0.
Emil Wernsdorf Madsen, THW Kiel – 16/0.
Eloy Morante Maldonado, Bergischer HC – 16/0.
Marcel Schiller, Frisch Auf Göppingen – 16/9.
Max Häfner, TVB Stuttgart – 15/0.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg – 15/0.
Lasse Møller, SG Flensburg-Handewitt – 15/0.
Casper Mortensen, HSV Hamburg – 15/2.
Tim Suton, TBV Lemgo – 15/0.
Milos Vujovic, VfL Gummersbach – 15/10.
Fredrik Bo Andersen, HSV Hamburg – 14/7.
Lasse Andersson, Füchse Berlin – 14/0.
Dani Baijens, Rhein-Neckar Löwen – 14/0.